Innlent

Braust inn á meðan fólkið svaf

Innbrotsþjófur var handtekinn í Vogahverfi í morgun en hann hafði farið inn um glugga og stolið tölvu á meðan heimilisfólkið svaf. Fólkið varð mannsins vart og gerði lögreglu viðvart sem handtók hann í nágrenninnu og flutti í fangageymslur. Þá fékk lögregla tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir í vesturbæ Reykjavíkur en þar sást til tveggja manna sem voru að kíkja inn í bíla og inn um glugga húsa. Þegar lögregla hafði upp á þeim höfðu þeir rænt tveimur reiðhjólum og voru þeir því handteknir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×