Innlent

Íslendingur lést af slysförum í Lettlandi

Tuttugu og níu ára gamall Íslendingur lést af slysförum í Ríga, höfuðborg Lettlands, í nótt.

Svo virðist sem hann hafði fengið raflost frá spennistöð.

Um 170 Íslendingar eru í Lettlandi á vegum íslenskrar ferðaskrifstofu og kom hópurinn til höfuðborgarinnar, Ríga, seint í gærkvöldi.

Maðurinn, sem var í ferðinni með vinnufélögum sínum, var einn á ferð í miðborg Ríga þegar slysið varð, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu virðist hann hafa fengið raflost frá spennustöð.

Maðurinn var 29 ára gamall, úr Hafnarfirði, og lætur eftir sig unnustu. Ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu

Sendiherra Íslands í Finnlandi er kominn í málið og mun aðstoða lögregluna ytra við rannsókn á tildrögum slyssins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×