Erlent

Byggðu 16 hæða hótel á tæpum sex dögum

Hraði uppbyggingarinnar í Kína síðustu ár hefur ekki farið framhjá neinum. Einhverskonar met hlýtur þó að hafa verið sett þar á dögunum þegar sextán hæða hótel var byggt á fimm dögum og sextán klukkutímum.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá framganginn sem er vægast sagt ótrúlegur. Hótelið er byggt úr fyrirfram framleiddum hlutum og var það því í raun sett saman eins og úr Legókubbum. Unnið var til klukkan tíu á hverju kvöldi og hvergi slegið af byggingakröfum. Þannig er húsinu ætlað að standast jarðskjálfta upp á níu á Richter.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×