Innlent

Suðurland: Löggæslan uppfyllir ekki lágmarks öryggiskröfur

Frá Selfossi.
Frá Selfossi.

Löggæsla á Suðurlandi uppfyllir ekki lengur lágmarks öryggiskröfur að mati lögreglufélags Suðurlands. Formaður félagsins segir að boðaður niðurskurður á næsta muni bitna á eftirliti.

Þetta er þriðja árið í röð sem lögreglan á Suðurlandi þarf að þola niðurskurð. Lögregluembættin hafa þurft að fækka lögreglumönnum og skera niður í akstri og Magnús Páll Sigurjónsson, formaður lögreglufélags Suðurlands, segir að niðurskurðurinn sé nú farin að hafa áhrif á öryggisstig íbúa á svæðinu.

„Ástandið er mjög slæmt hérna og það er einfaldlega þannig að við erum of fáir," segir Magnús Páll.

Á virkum dögum eru fjórir lögreglumenn á vakt í Árnessýslu en fimm um helgar. Í Árnessýslu er ástandið þannig að hver rannsóknarlögreglumaður er að meðaltali með um 75 mál til rannsóknar á hverjum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×