Íslenski boltinn

Lars búinn að verja tvö víti frá Tryggva í sumar - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lars Moldaskred, markvörður KR-inga.
Lars Moldaskred, markvörður KR-inga.
Lars Moldaskred, markvörður KR-inga, á mikinn þátt að KR-ingar hafa unnið báða leikina sína á móti ÍBV í Pepsi-deild karla í sumar.

Lars hefur verið valinn maður leiksins hjá Fréttablaðinu í báðum leikjum og í báðum leikjum hefur norski markvörðurinn varið vítaspyrnu frá Eyjamanninum Tryggva Guðmundssyni.

Það er hægt að sjá svipmyndir af öllum mörkum í Pepsi-deildinni inn á Vísi með því að fara inn brot af því besta hornið eða með því að smella hér.

Það er því hægt að skoða hetjulega frammistöðu Lars Moldaskred í leikjunum tveimur á móti ÍBV í sumar. Hér má sjá þegar hann varði vítið frá Tryggva á KR-vellinum í júní og hér má sjá hann verja vítið frá Tryggva á Hásteinsvellinum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×