Innlent

Þórunn verður þingflokksformaður Samfylkingarinnar

Þórunn Sveinbjarnardóttir, tekur við sem formaður þingflokks Samfylkingarinnar en þetta var ákveðið á þingflokksfundi sem lauk nú skömmu fyrir fréttir. Skúli Helgason verður varaformaður.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir tilkynnti í dag að hún hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri sem varaformaður þingflokksins en hún hefur verið gagnrýnd fyrir að þiggja 14,5 milljónir króna í styrki þegar hún fór í tvenn prófkjör árið 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×