Amast við táningi í húsi 50 ára og eldri 13. nóvember 2010 05:00 Skipalón 16-20 Fjölbýlishús ætlað fyrir fimmtíu ára og eldri. Maður einn keypti íbúð í húsinu og í henni býr barnsmóðir hans og sautján ára sonur þeirra. Fréttablaðið/Daníel Sautján ára piltur sem býr í Skipalóni í Hafnarfirði þarf að flytja út af heimili sínu þar sem blokkin sem hann býr í er eingöngu ætluð fyrir fimmtíu ára og eldri. Faðir piltsins keypti íbúðina í apríl á þessu ári af Íslandsbanka sem eignast hafði fjölda óseldra íbúða í húsinu skömmu áður. Hann leigði sautján ára syni sínum íbúðina. Pilturinn flutti síðan inn ásamt 51 árs móður sinni. Aðrir íbúar hússins hafa ekki sætt sig við veru piltsins í blokkinni og óskaði húsfélagið strax eftir því við föður hans að hann sæi til þess að drengurinn flytti út. Faðirinn vildi ekki verða við því og fór málið þá fyrir Kærunefnd húsamála. Fyrir kærunefndinni vísaði húsfélagið til þess að kvöð væri á húseigninni um að þar mættu aðeins þeir búa sem væru fimmtíu ára og eldri. Faðirinn sagði að í kvöðum á eigninni væri talað um að húsið væri „sérstaklega ætlað“ fimmtíu ára og eldri en að þess væri hvergi getið að íbúarnir „skuli“ vera eldri en fimmtíu ára. Hann vísaði einnig til ákvæðis í stjórnarskrá um friðhelgi eignarréttarins. Kærunefndin kemst að þeirri niðurstöðu að óheimilt sé að leigja eða lána íbúðir í húsinu til einstaklinga sem séu yngri en fimmtíu ára. Kvöðin um aldursmörkin hafi legið skýrt fyrir. „Tilgangur kvaða sem þessara er að tryggja sérstaklega næði og ákveðið sambýlismunstur og í því skyni undirgangast kaupendur skerðingu á afnota- og ráðstöfunarrétti sínum,“ segir kærunefndin. Álit kærunefndarinnar er ekki bindandi fyrir aðila málsins. Guðmundur Þór Bjarnason, lögmaður húsfélagsins, segir húsfélagið nú eiga þann möguleika að vísa í ákvæði fjöleignarhúsalaga. „Þar eru ákvæði um úrræði húsfélagsins við brotum umráðamanna eða eigenda. Þetta gæti hugsanlega flokkast undir slíkt brot og þá væri hægt að beita þeim ákvæðum. En síðan eru það einfaldlega almennir dómstólar,“ útskýrir Guðmundur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins stefnir þó ekki í að deilan gangi lengra. Innan seilingar mun vera sátt sem gengur út á að mæðginin flytji úr íbúðinni. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta mál það fyrsta sinnar tegundar sem upp hefur komið. gar@frettabladid.is Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Sautján ára piltur sem býr í Skipalóni í Hafnarfirði þarf að flytja út af heimili sínu þar sem blokkin sem hann býr í er eingöngu ætluð fyrir fimmtíu ára og eldri. Faðir piltsins keypti íbúðina í apríl á þessu ári af Íslandsbanka sem eignast hafði fjölda óseldra íbúða í húsinu skömmu áður. Hann leigði sautján ára syni sínum íbúðina. Pilturinn flutti síðan inn ásamt 51 árs móður sinni. Aðrir íbúar hússins hafa ekki sætt sig við veru piltsins í blokkinni og óskaði húsfélagið strax eftir því við föður hans að hann sæi til þess að drengurinn flytti út. Faðirinn vildi ekki verða við því og fór málið þá fyrir Kærunefnd húsamála. Fyrir kærunefndinni vísaði húsfélagið til þess að kvöð væri á húseigninni um að þar mættu aðeins þeir búa sem væru fimmtíu ára og eldri. Faðirinn sagði að í kvöðum á eigninni væri talað um að húsið væri „sérstaklega ætlað“ fimmtíu ára og eldri en að þess væri hvergi getið að íbúarnir „skuli“ vera eldri en fimmtíu ára. Hann vísaði einnig til ákvæðis í stjórnarskrá um friðhelgi eignarréttarins. Kærunefndin kemst að þeirri niðurstöðu að óheimilt sé að leigja eða lána íbúðir í húsinu til einstaklinga sem séu yngri en fimmtíu ára. Kvöðin um aldursmörkin hafi legið skýrt fyrir. „Tilgangur kvaða sem þessara er að tryggja sérstaklega næði og ákveðið sambýlismunstur og í því skyni undirgangast kaupendur skerðingu á afnota- og ráðstöfunarrétti sínum,“ segir kærunefndin. Álit kærunefndarinnar er ekki bindandi fyrir aðila málsins. Guðmundur Þór Bjarnason, lögmaður húsfélagsins, segir húsfélagið nú eiga þann möguleika að vísa í ákvæði fjöleignarhúsalaga. „Þar eru ákvæði um úrræði húsfélagsins við brotum umráðamanna eða eigenda. Þetta gæti hugsanlega flokkast undir slíkt brot og þá væri hægt að beita þeim ákvæðum. En síðan eru það einfaldlega almennir dómstólar,“ útskýrir Guðmundur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins stefnir þó ekki í að deilan gangi lengra. Innan seilingar mun vera sátt sem gengur út á að mæðginin flytji úr íbúðinni. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta mál það fyrsta sinnar tegundar sem upp hefur komið. gar@frettabladid.is
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira