Enski boltinn

David O'Leary á leið til Dubai

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David O'Leary starfaði síðast sem þjálfari árið 2006.
David O'Leary starfaði síðast sem þjálfari árið 2006. Nordic Photos / AFP
Samkvæmt heimildum fréttastofu Sky Sports mun David O'Leary vera á leið til Dubai þar sem hann mun taka við þjálfun Al-Ahli.

O'Leary var áður knattspyrnustjóri Leeds en hefur ekki starfað við þjálfun síðan hann var rekinn frá Aston Villa árið 2006.

Margir þekktir stjórar hafa verið orðaðir við Al-Ahli undanfarin ár. Þeirra á meðal eru Harry Redknapp, Mark Hughes og Sam Allardyce.

Nýlega samdi Fabio Cannovaro, fyrirliði ítalska landsliðsins, við Al-Ahli og mun hann leika með því á næsta tímabili.

O'Leary lék með Arsenal í átján ár, frá 1975 til 1993, og spilaði í alls 772 leikjum með liðinu sem er félagsmet.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×