Erlent

Námamennirnir beðnir afsökunar

MYNd/AP

Eigendur námunnar þar sem 33 verkamenn lokuðust inni á dögunum hafa beðið þá og fjölskyldur þeirra afsökunar. Björgunarstörf hófust í gær en búist er við því að það taki þrjá til fjóra mánuði að ná til mannanna, sem eru á 700 metra dýpi.

Þeim hefur verið sagt að það muni taka langan tíma að ná þeim upp á yfirborðið en engar nákvæmar dagsetningar hafa þó verið nefndar. Forstjóri námafyrirtækisins mætti fyrir þingnefnd í gær þar sem farið var yfir málið og baðst hann innilegrar afsökunar.

Allar eignir fyrirtækisins hafa verið frystar af stjórnvöldum til að standa straum af greiðslu skaðabóta.






Tengdar fréttir

Fengu túnfisk og mjólkursopa á tveggja daga fresti

Námuverkamennirnir 33 sem setið hafa fastir í námu í Chile í tæpar þrjár vikur fengu tvær skeiðar af túnfisk úr dós, mjólkursopa og kexköku á tveggja daga fresti áður en björgunarsveitarmenn fundu þá.

Hvattir til að syngja og borða hóflega í námunni

Námuverkamennirnir 33 sem eru fastir í koparnámu í Chile eru hvattir til að syngja og spila til að viðhalda andlegri heilsu. Þá hafa þeir verið beðnir um að borða ekki of mikið svo þeir komist nú örugglega inn í göngin sem verið er að búa til að bjarga þeim úr prísundinni. Meira en þrjár vikur eru síðan mennirnir lokuðst inni á 700 metra dýpi í námunni þegar hluti hennar hrundi. Greint hefur verið frá því að það geti tekið allt að fjóra mánuði að ná mönnunum aftur upp á yfirborð.

Myndskeið birt af námuverkamönnunum

Birt hefur verið myndskeið af námuverkamönnunum 33 sem hafa verið fastir á 700 metra dýpi í koparnámu í Chile frá því 5. ágúst. Lagður hefur verið lítill stokkur niður í rýmið þar mennirnir eru. Í gegnum hann hafa þeir fengið vistir, bréf frá ættingjum og myndatökuvél. Á umræddu myndbandi segja mennirnir, sem margir hverjir eru berir að ofan og skeggjaðir, frá aðstæðunum í námunni.

NASA aðstoðar í Chile

Verkamönnunum sem eru fastir í námu í Chile hefur verið greint frá því þeir þurfi að dvelja niðurgrafnir til áramóta. Sérfræðingar frá NASA aðstoða nú við björgunaraðgerðirnar.

Á lífi eftir 17 daga innilokaðir í námu

Námamennirnir 33 sem lokuðust inni í námu í Chile fyrir rúmum hálfum mánuði eru á lífi. Það gæti tekið mánuði að ná mönnunum úr prísundinni.

Andleg heilsa verkamannanna betri

Námuverkamennirnir sem lokuðust í koparnámu á 700 metra dýpi í norðurhluta Chile fyrir þremur og hálfri viku segjast hafa það gott. Þeir gátu nýverið rætt við fjölskyldur sínar í gegnum síma. Samtölin gerðu að það verkum að andleg heilsa mannanna er nú mun betri en nokkrir þeirra voru farnir að sýna merki um þunglyndi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×