Innlent

Flestir nota farsímann undir stýri

Nokkur munur reyndist á niðurstöðum eftir aldri svarenda. Þannig voru 47,2 prósent svarenda undir þrítugu sem sögðust hafa notað farsíma við akstur til að skrifa/lesa SMS skilaboð samanborið við 6,3 prósent þeirra sem voru fimmtíu ára og eldri.
Nokkur munur reyndist á niðurstöðum eftir aldri svarenda. Þannig voru 47,2 prósent svarenda undir þrítugu sem sögðust hafa notað farsíma við akstur til að skrifa/lesa SMS skilaboð samanborið við 6,3 prósent þeirra sem voru fimmtíu ára og eldri.

Samkvæmt nýrri könnun MMR hafa 83,1 prósent aðspurðra notað farsíma undir stýri síðastliðna tólf mánuði. Algengast er að fólk noti farsíma fyrir símtöl án handfrjáls búnaðar eða um 71 prósent.

Um helmingur fólks undir þrítugu skrifar eða les SMS skilaboð við akstur og 24 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni segjast nota handfrjálsan búnað.

Nokkur munur reyndist á niðurstöðum eftir aldri svarenda. Þannig voru 47,2 prósent svarenda undir þrítugu sem sögðust hafa notað farsíma við akstur til að skrifa/lesa SMS skilaboð samanborið við 6,3 prósent þeirra sem voru fimmtíu ára og eldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×