Innlent

Áhrif eldgossins eitt af helstu verkefnum

Ísólfur Gylfi Pálmason
Ísólfur Gylfi Pálmason MYND/Valgarður

Nýr meirihluti tekur við í Rangárþingi eystra á þriðjudaginn kemur en Framsóknarmenn og aðrir framfarasinnar fengu hreinan meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum.

Ísólfur Gylfi Pálmason, oddviti listans og fyrrverandi alþingismaður verður sveitarstjóri en skrifstofa hreppsins er á Hvolsvelli. Guðlaug  Ósk Svansdóttir verður oddviti sveitarfélagsins fyrstu tvö árin og Haukur Guðni Kristjánsson verður formaður byggðaráðs.

Helstu verkefni nýs meirihluta verður að fást við áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli og atvinnu- velferðarmál að því er fram kemur í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×