Innlent

Ferðamaðurinn sem féll af Látrabjargi er látinn

Látrabjarg.
Látrabjarg. Mynd/Sigurður Bogi
Ferðamaðurinn sem féll fram af Látrabjargi í dag er látinn.

Verið er að flytja líkið með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.

Maðurinn var þýskur og á miðjum aldri, hér á ferðalagi með unnustu sinni. Hann féll þegar hann var að taka myndir á bjargbrúninni en ekki er vitað nánar hvernig það gerðist, segir í frétt Mbl.is.

Jónas Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Patreksfirði, segir í samtali við mbl.is að maðurinn hafi fallið um 140-160 metra og hafi líklega látist samstundis.

Upphaflega var talið að fallið væri 60-100 metrar.

Vísir.is náði ekki í Jónas við vinnslu fréttarinnar.

Um 60 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerum við Látrabjarg auk lögreglu.


Tengdar fréttir

Ferðamaðurinn kominn í hendur björgunarmanna

Búið er að ná erlenda ferðamanninum sem féll fram af Látrabjargi úr fjörunni og koma honum í slöngubát sem fer með hann í björgunarskipið Vörð frá Patreksfirði sem er á staðnum.

Jóhann: Vantar eftirlitsmann á Látrabjarg

Jóhann Svavarsson, stjórnarformaður ferðaþjónustunnar Umfar, segist hafa kvartað yfir því við Umhverfisráðuneytið að það sé ekki eftirlitsmaður á þeirra vegum á Látrabjargi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×