Innlent

Jóhann: Vantar eftirlitsmann á Látrabjarg

Ferðamaðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Ferðamaðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Jóhann Svavarsson, stjórnarformaður ferðaþjónustunnar Umfar, segist hafa kvartað yfir því við Umhverfisráðuneytið að það sé ekki eftirlitsmaður á þeirra vegum á Látrabjargi.

Erlendur ferðamaður féll 60-100 metra fram af Látrabjarga í dag. Hann var ekki þarna á vegum Umfar.

Jóhanni þykir hvíla skylda á Umhverfisráðuneytinu að sinna slíku eftirliti, sem á þarna stórt landsvæði.

Hann segist ekki muna eftir því að fólk hafi áður fallið fram af Látrabjargi. Hann segir þó að það hafi oft munað litlu.

„Brúnin er svo grafin eftir lundann, en fólk áttar sig ekki á því," segir Jóhann.

Um 60 björgunarsveitamenn taka nú þátt í aðgerðum við Látrabjarg þar sem erlendur ferðamaður féll um 60-100 metra niður í fjöru.

Umfar sérhæfir sig í leiðsögn og ferðaskipulagi í Vestur-Barðastrandarsýslu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×