Innlent

Ferðamaðurinn kominn í hendur björgunarmanna

Úr myndasafni: Arun Class björgunarskip Slysavarnarfélagisins Landsbjargar.
Úr myndasafni: Arun Class björgunarskip Slysavarnarfélagisins Landsbjargar.
Búið er að ná erlenda ferðamanninum sem féll fram af Látrabjargi úr fjörunni og koma honum í slöngubát sem fer með hann í björgunarskipið Vörð frá Patreksfirði sem er á staðnum.

Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan mannsins.

Þyrla Landhelgisgæslunnar bíður átekta á bjargbrúninni, segir í fréttatilkynningu.

Um 60 björgunarsveitamenn taka nú þátt í aðgerðum við Látrabjarg þar sem erlendur ferðamaður féll um 60-100 metra niður í fjöru.

Upplýsingar af vettvangi eru afar stopular þar sem fjarskipti eru erfið.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×