Enski boltinn

Portsmouth hafnar kauptilboði Stoke í Begovic

Ómar Þorgeirsson skrifar
Asmir Begovic.
Asmir Begovic. Nordic photos/AFP

Sky Sports fréttastofan kveðst hafa heimildir fyrir því að Portsmouth hafi hafnað kauptilboði Stoke upp á 3 milljónir punda í markvörðinn Asmir Begovic.

Hinn 22 ára gamli Bosníumaður hefur slegið í gegn með Portsmouth á síðustu vikum eftir meiðsli David James og átt hvern stórleikinn á fætur öðrum.

Tottenham er einnig talið vera að reyna að fá Begovic og spurning hvort að Portsmouth, sem er í skuldasúpu, geti leyft sér að neita betra kauptilboði í leikmanninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×