Innlent

Indriði hættur að aðstoða Steingrím

Mynd/Anton Brink
Indriði H. Þorláksson er hættur sem aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Hann mun sinna ýmsum sérverkefnum í fjármálaráðuneytinu á næstu mánuðum. Huginn Freyr Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks VG og aðstoðarmaður Svavars Gestssonar í Icesaveviðræðunum, hefur tekið við sem aðstoðarmaður Steingríms..

Fyrst eftir að minnihlutastjórn Samfylkingar og VG var mynduð í febrúar á síðasta ári starfaði Indriði sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Síðar tók hann við sem aðstoðarmaður Steingríms. Áður gegndi hann embætti ríkisskattstjóra.

„Það stóð aldrei til að ég yrði svona lengi. Ég var náttúrulega hættur störfum og þetta átti ekki að vera varanlegt," segir Indriði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×