Erlent

Undirrita samkomulag um fækkun kjarnorkuvopna

Obama er afar ánægður með nýja samninginn. Mynd/AP
Obama er afar ánægður með nýja samninginn. Mynd/AP Mynd/AP
Rússar og Bandríkjamenn undirrita í dag samning um fækkun kjarnorkuvopna. Bandaríkjaforseti segir að um merkasta afvopnunarsamning í tvo áratugi sé að ræða.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Dmitry Medvedev, forseti Rússalands, staðfesta í Prag síðar í dag samning um fækkun kjarnorkuvopna en samningur frá 1991 féll úr gildi í lok síðasta árs. Þjóðirnar komu sér saman um drög að nýjum samningi í síðasta mánuði sem hefur verið fínpússaður síðan þá.

Samkomulagið felur í sér að hvor þjóð heldur eftir um 1550 kjarnorkusprengjum sem er 30% færri en samið var um fyrir átta árum og 70% færri sé miðað við samkomulagið frá 1991. Fjöldi langdrægra eldflauga og sprengjuflugvéla verður einnig takmarkaður. Gert er ráð fyrir því að þjóðirnar tvær og jafnvel fleiri aðildar geti fylgst með því að hvor um sig geti fylgst með því að hin haldi samkomulagið.

Obama er afar ánægður með nýja samninginn sem hann segir að sé merkasti afvopnunarsamningur sem gerður hefur verið í tvo áratugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×