Innlent

Fólk nálægt hættulegum gufusprengingum

Kristján Már Unnarsson skrifar
Frá gossvæðinu sl. föstudag.
Frá gossvæðinu sl. föstudag. Mynd/Pjetur

Hættulegar gufusprengingar eru á gosstöðvunum þar sem hraunið steypist niður í Hvannárgil og hefur fjöldi fólks verið þar nærri.

Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að áfram gjósi af krafti úr sprungunni sem opnaðist fyrir rúmri viku og þaðan sé mikið hraunrennsli.

„Í gærkvöldi var verulegt hraunrennsli til vesturs, apalhraun, að ganga fram niður í drög Vestara-Hvannárgils. Þar urðu gufusprengingar. Þar var verulega margt fólk nálægt. Ég var nú að reyna að vara það við. Þarna var virkilega mikil hætta. Þarna geta orðið sprengingar og fólk fengið grjóthríðina yfir sig," segir Magnús Tumi.

Hann segir engin merki sjást um að gosinu sé að ljúka.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×