Lífið

Fyrsta platan í febrúar

liam gallagher Oasis-söngvarinn fyrrverandi gefur út sína fyrstu plötu með Beady Eye í febrúar.
liam gallagher Oasis-söngvarinn fyrrverandi gefur út sína fyrstu plötu með Beady Eye í febrúar.
Ný hljómsveit Liams Gallagher, Beady Eye, gefur út sína fyrstu plötu 28. febrúar. Hún nefnist Different Gear, Still Speeding og hefur að geyma þrettán lög, þar á meðal fyrsta smáskífulagið Bring the Light. Einnig eru á plötunni lög á borð við Four Letter Word, Millionaire og Beatles and Stones. Upptökustjóri plötunnar er Steve Lilywhite, sem er þekktastur fyrir að hafa unnið með U2 í gegnum árin. Auk Gallaghers eru í Beady Eye Oasis-mennirnir fyrrverandi Gem Archer og Andy Bell, auk trommarans Chris Sharrock.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.