Enski boltinn

Mucha samdi við Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jan Mucha í leik með landsliði Slóvakíu.
Jan Mucha í leik með landsliði Slóvakíu. Nordic Photos / Getty Images

Jan Mucha, landsliðsmarkvörður Slóvakíu, hefur gengið til liðs við Everton í ensku úrvalsdeildinni.

Mucha var áður á mála hjá Legia frá Varsjá í Póllandi en samningur hans við félagið rann út nú í sumar. Hann var þegar búinn að skrifa undir samkomulag þess efnis að fara til Everton þegar samningurinn myndi renna út.

Mucha er 27 ára gamall og stóð sig vel með landsliði Slóvakíu sem vann óvæntan 3-2 sigur á heimsmeisturum Ítala í riðlakeppninni og komst þannig í 16-liða úrslti keppninnar. Þar tapaði liðið fyrir Hollandi, 2-1.

Hann mun keppa um sæti í byrjunarliði Everton við Tim Howard, landsliðsmarkvörð í bandaríska liðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×