Innlent

Leiðréttir sig

Ólafur Þór Gunnarsson
Ólafur Þór Gunnarsson

Ólafur Þór Gunnarsson, varaþingmaður VG, kvaddi sér hljóðs á Alþingi í vikunni til þess að leiðrétta mismæli sem honum urðu á í ræðustól Alþingis í síðustu viku. Þar sagði hann að stöður í menntun heimilislækna hér á Íslandi væru ekki að fullu mannaðar.

„Það er rangt, stöður menntaðra heimilislækna á Íslandi eru ekki að fullu mannaðar.“ Ólafur Þór sagði fulla ástæðu til að halda þessu mismæli sínu til haga þar sem mikil umræða færi nú fram um skort á heimilislæknum hér á landi og fyrrgreind ummæli hans urðu meðal annars tilefni frétta hér í Fréttablaðinu nýverið.- pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×