Enski boltinn

Wenger afar ánægður með Walcott

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Walcott fagnar í dag.
Walcott fagnar í dag.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Theo Walcott hafi svarað gagnrýnisröddum í dag með góðri frammistöðu og mögnuðu marki.

Walcott, sem verður 21 árs síðar í mánuðinum, fékk á sig mikla gagnrýni eftir landsleikinn gegn Egyptum og Chris Waddle sagði hann meðal annars ekki skilja fótbolta.

„Þið fenguð svarið frá Theo sem þið voruð að bíða eftir. Hann gerir það sem leikmenn eiga að gera - að svara fyrir sig á vellinum en ekki í blöðunum," sagði Wenger.

„Hann svaraði engum gagnrýnisröddum í blöðunum. Hann kýs frekar að tjá sig á vellinum. Það sýnir hversu sterkan karakter hann hefur. Ég var nokkuð viss um að hann myndi eiga góðan leik hér í dag en maður veit samt aldrei hvernig menn spila eftir að hafa fengið yfirhalningu í blöðunum.

„Það er magnað að þetta ungur maður geti svarað á svona flottan hátt."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×