Enski boltinn

United stálheppið að ná sigri gegn Úlfunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld.

Það var enginn meistarabragur á leik Man. Utd gegn Wolves í kvöld. Þrátt fyrir það náði United að merja 0-1 sigur en meistararnir voru stálheppnir.

United er með sigrinum komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni. Er tveim stigum á undan Chelsea en hefur leikið einum leik meira en Lundúnaliðið.

Það var Paul Scholes sem kom United til bjargar í þessum leik með marki um miðjan síðari hálfleik. Hann skoraði þá með laglegu skoti í teignum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×