Lífið

Sjónvarpsstjörnur selja föt í Kolaportinu

Sigrún Ósk og Ragnhildur Steinunn eiga báðar von á barni og ætla að selja flottu fötin í Kolaportinu sem þær passa ekki lengur í.
Sigrún Ósk og Ragnhildur Steinunn eiga báðar von á barni og ætla að selja flottu fötin í Kolaportinu sem þær passa ekki lengur í.

„Við erum að fara að selja flottu fötin sem við pössum ekki lengur í," segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarpskona þegar við heyrum í henni hljóðið en hún ætlar að selja fötin sín í Kolaportinu á morgun, laugardag.



Verður þú ein með sölubás?
„Nei, ég og Sigrún Ósk og síðan ætlar Birgitta Haukdal að koma með okkur. Hún er búin að eiga og ætlar að losa sig við eitthvað úr skápunum."

„Þetta eru eiginlega bara föt af öllum skalanum. Til dæmis 66 gráður norður flíspeysur, flottir kjólar, leðurjakkar og kápur," segir hún spurð hvernig föt þær ætla að selja.

Kolaportið opnar klukkan 10:00 í fyrramálið.
Dýrar flíkur? „Nei veistu þegar maður fer í Kolaportið vill maður ekki kaupa flík á tíuþúsund. Við ætlum að selja fötin á sanngjörnu verði. Sumt af því sem ég er með er meira að segja ónotað," svarar hún.

Ætlar þú að selja kjólinn eftir Birtu sem þú varst í á úrslitakvöldinu? „Reyndar tími ég ekki að selja hann. Hann á sér of góða sögu," svarar Ragnhildur Steinunn.-elly@365.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.