Innlent

Miliband hafði ekki tíma til að tala við Össur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti ekki símafund með David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, í gær eins og stóð til.

Ástæðan er mikið annríki hjá forystumönnum breska verkamannaflokksins vegna upplausnar sem varð í flokknum í gær þegar að tveir þingmenn hans lýstu vantrausti á Gordon Brown, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins.

Gert er ráð fyrir að Össur og Miliband ræði saman í dag.

Íslensk stjórnvöld hafa unnið að því að kynna málstað Íslendinga frá því að Icesave málið kom upp. Að neðan er yfirlit yfir helstu aðgerðir íslenskra stjórnvalda dagana 5.-6. janúar sem utanríkisráðuneytið hefur tekið saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×