Fréttaskýring: Frambjóðendur gagnrýna bæði stjórnvöld og fjölmiðla 16. nóvember 2010 06:00 Fáir hafa nýtt sér möguleika á að kjósa utan kjörfundar enn sem komið er. Opnað var fyrir utankjörfundaratkvæði síðastliðinn miðvikudag, en um miðjan dag í gær hafði 121 greitt atkvæði á landinu öllu.Fréttablaðið/Pjetur Hvað veldur óánægju meðal frambjóðenda til stjórnlagaþings? Stór hópur frambjóðenda til stjórnlagaþings er afar ósáttur við hversu litla kynningu málstaður frambjóðenda hefur fengið í aðdraganda kosninganna. Skorað hefur verið á Ríkisútvarpið að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu og kynna frambjóðendurna fyrir almenningi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur orðið til vísir að nokkurs konar hagsmunasamtökum frambjóðenda á netinu, þar sem nærri 200 af 523 frambjóðendum hafa skipst á skoðunum um fyrirkomulag kosninganna á lokuðum póstlista. Þar hafa bæði stjórnvöld og fjölmiðlar, sérstaklega Ríkisútvarpið, verið harðlega gagnrýnd fyrir að sinna ekki kynningu á kosningunum og frambjóðendum betur. Sendingar frá fjölmiðlum til frambjóðenda þar sem þeim er boðið að kaupa auglýsingar í miðlum sem lítið hafa fjallað um kosningarnar hafa hleypt illu blóði í hluta frambjóðenda, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hópur þeirra hefur þegar skrifað undir áskorun til Ríkisútvarpsins um að sinna lýðræðishlutverki sínu og upplýsa kjósendur um stefnumál frambjóðenda. Ekki náðist í Pál Magnússon útvarpsstjóra í gær til að bera þessa áskorun undir hann. Frambjóðendur sem rætt hafa þessi mál á póstlistanum hafa margir hverjir lýst áhyggjum sínum af kosningaþátttöku. Vísað hefur verið til skoðanakönnunar MMR, sem sýndi að aðeins tæplega 55 prósent voru búin að ákveða að kjósa. Til að bregðast við þessu hafa frambjóðendurnir rætt um að kaupa sameiginlega auglýsingar þar sem fólk er hvatt til að nýta kosningarétt sinn í þessum mikilvægu kosningum. Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, segir áhyggjuefni ef fáir ætli sér að kjósa. Hún vonast til þess að áhuginn glæðist þegar kynningarefni stjórnvalda berst kjósendum. „Það er mjög brýnt að fólk noti kosningarétt sinn, þetta er tækifæri fólks til að hafa áhrif,“ segir Guðrún. Hún tekur ekki undir áhyggjur sumra frambjóðenda um að kynning á þeirra stefnumálum sé ónóg. Hún bendir á að kosningavefur stjórnvalda, kosning.is, sé vel upp settur og skýr, og einkaaðilar hafi tekið sig til og sett upp kosningavefi. Byrjað var að dreifa kynningarefni stjórnvalda í gær. Hjalti Zóphóníasson, skrifstofustjóri í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, segir að sendur verði 96 síðna litprentaður bæklingur á öll heimili, auk þess sem hver kjósandi fær sýnishorn af kjörseðli. Spurður hvort stjórnvöld hafi gert nóg til að kynna frambjóðendur segir Hjalti að stjórnvöld hafi sinnt skyldu sinni í þeim efnum. Það sé svo undir frambjóðendunum sjálfum komið að kynna sig betur. brjann@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Hvað veldur óánægju meðal frambjóðenda til stjórnlagaþings? Stór hópur frambjóðenda til stjórnlagaþings er afar ósáttur við hversu litla kynningu málstaður frambjóðenda hefur fengið í aðdraganda kosninganna. Skorað hefur verið á Ríkisútvarpið að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu og kynna frambjóðendurna fyrir almenningi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur orðið til vísir að nokkurs konar hagsmunasamtökum frambjóðenda á netinu, þar sem nærri 200 af 523 frambjóðendum hafa skipst á skoðunum um fyrirkomulag kosninganna á lokuðum póstlista. Þar hafa bæði stjórnvöld og fjölmiðlar, sérstaklega Ríkisútvarpið, verið harðlega gagnrýnd fyrir að sinna ekki kynningu á kosningunum og frambjóðendum betur. Sendingar frá fjölmiðlum til frambjóðenda þar sem þeim er boðið að kaupa auglýsingar í miðlum sem lítið hafa fjallað um kosningarnar hafa hleypt illu blóði í hluta frambjóðenda, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hópur þeirra hefur þegar skrifað undir áskorun til Ríkisútvarpsins um að sinna lýðræðishlutverki sínu og upplýsa kjósendur um stefnumál frambjóðenda. Ekki náðist í Pál Magnússon útvarpsstjóra í gær til að bera þessa áskorun undir hann. Frambjóðendur sem rætt hafa þessi mál á póstlistanum hafa margir hverjir lýst áhyggjum sínum af kosningaþátttöku. Vísað hefur verið til skoðanakönnunar MMR, sem sýndi að aðeins tæplega 55 prósent voru búin að ákveða að kjósa. Til að bregðast við þessu hafa frambjóðendurnir rætt um að kaupa sameiginlega auglýsingar þar sem fólk er hvatt til að nýta kosningarétt sinn í þessum mikilvægu kosningum. Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, segir áhyggjuefni ef fáir ætli sér að kjósa. Hún vonast til þess að áhuginn glæðist þegar kynningarefni stjórnvalda berst kjósendum. „Það er mjög brýnt að fólk noti kosningarétt sinn, þetta er tækifæri fólks til að hafa áhrif,“ segir Guðrún. Hún tekur ekki undir áhyggjur sumra frambjóðenda um að kynning á þeirra stefnumálum sé ónóg. Hún bendir á að kosningavefur stjórnvalda, kosning.is, sé vel upp settur og skýr, og einkaaðilar hafi tekið sig til og sett upp kosningavefi. Byrjað var að dreifa kynningarefni stjórnvalda í gær. Hjalti Zóphóníasson, skrifstofustjóri í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, segir að sendur verði 96 síðna litprentaður bæklingur á öll heimili, auk þess sem hver kjósandi fær sýnishorn af kjörseðli. Spurður hvort stjórnvöld hafi gert nóg til að kynna frambjóðendur segir Hjalti að stjórnvöld hafi sinnt skyldu sinni í þeim efnum. Það sé svo undir frambjóðendunum sjálfum komið að kynna sig betur. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira