Fréttaskýring: Frambjóðendur gagnrýna bæði stjórnvöld og fjölmiðla 16. nóvember 2010 06:00 Fáir hafa nýtt sér möguleika á að kjósa utan kjörfundar enn sem komið er. Opnað var fyrir utankjörfundaratkvæði síðastliðinn miðvikudag, en um miðjan dag í gær hafði 121 greitt atkvæði á landinu öllu.Fréttablaðið/Pjetur Hvað veldur óánægju meðal frambjóðenda til stjórnlagaþings? Stór hópur frambjóðenda til stjórnlagaþings er afar ósáttur við hversu litla kynningu málstaður frambjóðenda hefur fengið í aðdraganda kosninganna. Skorað hefur verið á Ríkisútvarpið að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu og kynna frambjóðendurna fyrir almenningi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur orðið til vísir að nokkurs konar hagsmunasamtökum frambjóðenda á netinu, þar sem nærri 200 af 523 frambjóðendum hafa skipst á skoðunum um fyrirkomulag kosninganna á lokuðum póstlista. Þar hafa bæði stjórnvöld og fjölmiðlar, sérstaklega Ríkisútvarpið, verið harðlega gagnrýnd fyrir að sinna ekki kynningu á kosningunum og frambjóðendum betur. Sendingar frá fjölmiðlum til frambjóðenda þar sem þeim er boðið að kaupa auglýsingar í miðlum sem lítið hafa fjallað um kosningarnar hafa hleypt illu blóði í hluta frambjóðenda, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hópur þeirra hefur þegar skrifað undir áskorun til Ríkisútvarpsins um að sinna lýðræðishlutverki sínu og upplýsa kjósendur um stefnumál frambjóðenda. Ekki náðist í Pál Magnússon útvarpsstjóra í gær til að bera þessa áskorun undir hann. Frambjóðendur sem rætt hafa þessi mál á póstlistanum hafa margir hverjir lýst áhyggjum sínum af kosningaþátttöku. Vísað hefur verið til skoðanakönnunar MMR, sem sýndi að aðeins tæplega 55 prósent voru búin að ákveða að kjósa. Til að bregðast við þessu hafa frambjóðendurnir rætt um að kaupa sameiginlega auglýsingar þar sem fólk er hvatt til að nýta kosningarétt sinn í þessum mikilvægu kosningum. Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, segir áhyggjuefni ef fáir ætli sér að kjósa. Hún vonast til þess að áhuginn glæðist þegar kynningarefni stjórnvalda berst kjósendum. „Það er mjög brýnt að fólk noti kosningarétt sinn, þetta er tækifæri fólks til að hafa áhrif,“ segir Guðrún. Hún tekur ekki undir áhyggjur sumra frambjóðenda um að kynning á þeirra stefnumálum sé ónóg. Hún bendir á að kosningavefur stjórnvalda, kosning.is, sé vel upp settur og skýr, og einkaaðilar hafi tekið sig til og sett upp kosningavefi. Byrjað var að dreifa kynningarefni stjórnvalda í gær. Hjalti Zóphóníasson, skrifstofustjóri í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, segir að sendur verði 96 síðna litprentaður bæklingur á öll heimili, auk þess sem hver kjósandi fær sýnishorn af kjörseðli. Spurður hvort stjórnvöld hafi gert nóg til að kynna frambjóðendur segir Hjalti að stjórnvöld hafi sinnt skyldu sinni í þeim efnum. Það sé svo undir frambjóðendunum sjálfum komið að kynna sig betur. brjann@frettabladid.is Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Hvað veldur óánægju meðal frambjóðenda til stjórnlagaþings? Stór hópur frambjóðenda til stjórnlagaþings er afar ósáttur við hversu litla kynningu málstaður frambjóðenda hefur fengið í aðdraganda kosninganna. Skorað hefur verið á Ríkisútvarpið að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu og kynna frambjóðendurna fyrir almenningi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur orðið til vísir að nokkurs konar hagsmunasamtökum frambjóðenda á netinu, þar sem nærri 200 af 523 frambjóðendum hafa skipst á skoðunum um fyrirkomulag kosninganna á lokuðum póstlista. Þar hafa bæði stjórnvöld og fjölmiðlar, sérstaklega Ríkisútvarpið, verið harðlega gagnrýnd fyrir að sinna ekki kynningu á kosningunum og frambjóðendum betur. Sendingar frá fjölmiðlum til frambjóðenda þar sem þeim er boðið að kaupa auglýsingar í miðlum sem lítið hafa fjallað um kosningarnar hafa hleypt illu blóði í hluta frambjóðenda, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hópur þeirra hefur þegar skrifað undir áskorun til Ríkisútvarpsins um að sinna lýðræðishlutverki sínu og upplýsa kjósendur um stefnumál frambjóðenda. Ekki náðist í Pál Magnússon útvarpsstjóra í gær til að bera þessa áskorun undir hann. Frambjóðendur sem rætt hafa þessi mál á póstlistanum hafa margir hverjir lýst áhyggjum sínum af kosningaþátttöku. Vísað hefur verið til skoðanakönnunar MMR, sem sýndi að aðeins tæplega 55 prósent voru búin að ákveða að kjósa. Til að bregðast við þessu hafa frambjóðendurnir rætt um að kaupa sameiginlega auglýsingar þar sem fólk er hvatt til að nýta kosningarétt sinn í þessum mikilvægu kosningum. Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, segir áhyggjuefni ef fáir ætli sér að kjósa. Hún vonast til þess að áhuginn glæðist þegar kynningarefni stjórnvalda berst kjósendum. „Það er mjög brýnt að fólk noti kosningarétt sinn, þetta er tækifæri fólks til að hafa áhrif,“ segir Guðrún. Hún tekur ekki undir áhyggjur sumra frambjóðenda um að kynning á þeirra stefnumálum sé ónóg. Hún bendir á að kosningavefur stjórnvalda, kosning.is, sé vel upp settur og skýr, og einkaaðilar hafi tekið sig til og sett upp kosningavefi. Byrjað var að dreifa kynningarefni stjórnvalda í gær. Hjalti Zóphóníasson, skrifstofustjóri í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, segir að sendur verði 96 síðna litprentaður bæklingur á öll heimili, auk þess sem hver kjósandi fær sýnishorn af kjörseðli. Spurður hvort stjórnvöld hafi gert nóg til að kynna frambjóðendur segir Hjalti að stjórnvöld hafi sinnt skyldu sinni í þeim efnum. Það sé svo undir frambjóðendunum sjálfum komið að kynna sig betur. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira