Japanski landsliðsþjálfarinn Takeshi Okada ætlar ekkert að draga úr væntingum sinnar þjóðar fyrir HM í Suður-Afríku í sumar. Okada hættir með landsliðið eftir HM en stendur harður á markmiði sínu um að komast alla leið í undanúrslitin í keppninni.
„Suður-Kórea náði þessu og því ekki við," sagði Takeshi Okada en Japan er í allt annað en léttum riðli með Hollandi, Kamerún og Danmörku.
Takeshi Okada vildi ekki hlusta á þau rök gagnrýnismanna að kóresku leikmennirnir stæðu þeim japönsku nokkuð framar, hafi verið dyggilega stutt á heimavelli og að við stjórnvölinn á HM 2002 hafi verið hollenski snillingurinn Guus Hiddink.
Það væri kannski nóg fyrir Takeshi Okada að stefna á sögulegan árangur og byrja á því að landa einum sigri því Japan hefur aldrei unnið leik í úrslitakeppni HM sem hefur farið fram utan Japan.
Takeshi Okada hefur farið með japanska liðið áður á HM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum undir hans stjórn á HM í Frakklandi 1998. Liðið gerði mun betur á heimavelli undir stjórn Frakkans Philippe Troussier en Brasilíumaðurinn Zico náði ekki að fylgja því eftir á HM í Þýskalandi fyrir fjórum árum síðan.
Okada tók síðan aftur við liðinu 2007 en undanfarið hefur liðið verið allt annað en sannfærandi og mönnum þykir líklegra að hann tapi aftur öllum þremur leikjunum en að hann farið með liðið upp úr þessum sterka riðli.
Japanski þjálfarinn stefnir á undanúrslitin á HM í Suður-Afríku
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn


„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

„Kemur væntanlega risastórt tómarúm“
Körfubolti
