Innlent

Keppa ekki við erlend veiðihús

Þótt íslensk stangveiðisvæði séu á heimsmælikvarða þykja veiðihúsin það ekki.
Þótt íslensk stangveiðisvæði séu á heimsmælikvarða þykja veiðihúsin það ekki. fréttablaðið/þe
Ísland kemst ekki á blað í umfjöllun tímaritsins Forbes yfir álitlegustu áfangastaði stangveiðimanna í heiminum. Umfjöllunarefnið er veiðihúsin sem gist er í, að því er kemur fram á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur.

Forbes fjallar um veiðihús í Rússlandi, Kanada, á Nýja-Sjálandi og víðar. Á þessum stöðum eru menn ýmist að veiða Atlantshafslax, silung eða stálhausa. „Þó svo að íslensku árnar séu með háa meðalveiði og álitnar meðal bestu laxveiðiáa veraldar þá er aðbúnaður veiðimanna mörgum áratugum á eftir í gæðum að mati ferðamanna, sérstaklega þegar litið er til verðlagningar á veiðileyfum,“ segir á svfr.is. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×