Innlent

Kona í annarlegu ástandi handtekin

Konan sem er þekkt af afbrotum var vistuð í fangageymslu í nótt.
Konan sem er þekkt af afbrotum var vistuð í fangageymslu í nótt. Mynd/Pjetur

Kona í annarlegu ástandi var handtekin i austurborginni í Reykjavík í nótt, eftir að vitni höfðu séð hana vera að sniglast í húsagörðum og skima inn í bíla á götum úti.

Hún reyndist vera með ýmislegt þýfi í bílum á sér auk þess sem hún hafði tekið tvö reiðhjól til handargagns. Ekki nýttust þau henni þó sem farskjótarþví hún var í það annarlegu ástandi að hún hefði vart getað hjólað. Konan, sem er þekkt af afbrotum, var vistuð í fangageymslu í nótt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×