Fótbolti

Toni og Totti eru ekki í HM-hóp heimsmeistara Ítala

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luca Toni og Francesco Totti eftir leik hjá Roma.
Luca Toni og Francesco Totti eftir leik hjá Roma. Mynd/AFP
Marcello Lippi, landsliðsþjálfara tilkynnti í dag 30 manna undirbúningshóp sinn fyrir HM í Suður-Afríku í sumar. Það er ekki pláss fyrir menn eins og Francesco Totti eða Luca Toni í hópnum en Lippi valdi hinsvegar Giuseppe Rossi í hópinn sinn.

Francesco Totti hefur ekki gefið kost á sér í landsliðið síðan á HM 2006 en Luca Toni hefur spilað með honum hjá Roma síðan um áramótin. Saman hafa þeir skorað 19 mörk fyrir Roma á tímabilinu, Luca Toni 5 í 10 leikjum en Totti 14 mörk í 22 leikjum.

Giuseppe Rossi er 23 ára framherji hjá Villarreal á Spáni en hann er fæddur í Bandaríkjunum. Hann er einn af sjö framherjum í hópnum en hinir eru Marco Borriello, Antonio Di Natale, Alberto Gilardino, Vincenzo Iaquinta, Giampaolo Pazzini og Fabio Quagliarella.

Ítalir eru með Paragvæ, Nýja-Sjálandi og Slóvakíu í riðli og fyrsti leikur liðsins er á móti Paragvæ 14. júní.

Ítalir æfa upp í Ölpunum frá 23. maí og leika síðan vináttuleiki við Mexíkó (3. júní) og Sviss (5. júní.). Lippi verður að velja 23 manna hóp fyrir 1. júní.

Undirbúningshópur Ítala fyrir HM 2010:

Markverðir: Gianluigi Buffon (Juventus), Morgan De Sanctis (Napoli), Federico Marchetti (Cagliari), Salvatore Sirigu (Palermo).

Varnarmenn: Salvatore Bocchetti (Genoa), Leonardo Bonucci (Bari), Fabio Cannavaro (Juventus), Mattia Cassani (Palermo), Giorgio Chiellini (Juventus), Domenico Criscito (Genoa), Fabio Grosso (Juventus), Christian Maggio (Napoli), Gianluca Zambrotta (AC Milan).

Miðjumenn: Mauro Camoranesi (Juventus), Antonio Candreva (Juventus), Andrea Cossu (Cagliari), Daniele De Rossi (AS Roma), Gennaro Gattuso (AC Milan), Claudio Marchisio (Juventus), Riccardo Montolivo (Fiorentina), Angelo Palombo (Sampdoria), Simone Pepe (Udinese), Andrea Pirlo (AC Milan).

Framherjar: Marco Borriello (AC Milan), Antonio Di Natale (Udinese), Alberto Gilardino (Fiorentina), Vincenzo Iaquinta (Juventus), Giampaolo Pazzini (Sampdoria), Fabio Quagliarella (Napoli), Giuseppe Rossi (Villarreal, Spain)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×