Íslenski boltinn

KR og ÍBV sektuð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
KR-ingar fagna marki fyrr í sumar.
KR-ingar fagna marki fyrr í sumar.

KR og ÍBV hafa verið sektuð um 25 þúsund krónur eftir að mál liðanna voru tekin fyrir á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ á þriðjudagskvöldið. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í dag.

KR var sektað fyrir skrif á heimasíðu félagsins um Erlend Eiríksson knattspyrnudómara en þar kom fram að félagið treysti honum ekki til að dæma leik ÍBV og KR á dögunum.

Þá var ÍBV sektað fyrir ósæmilega hegðun stuðningsmanna ÍBV í garð Halldórs Orra Björnssonar, leikmann Stjörnunnar, í leik liðanna um helgina.

Athygli vekur að hvergi má finna upplýsingar um þessar sektir á heimasíðu KSÍ, þar sem úrskurðir aganefndar eru birtir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×