Barnahús að íslenskri fyrirmynd opni um alla Evrópu 6. júní 2010 15:14 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, Mynd/Valgarður Gíslason Sérfræðinganefnd á vegum Evrópusambandsins leggur til að þeim fyrirmælum verði beint til aðildarríkja sambandsins að þau opni barnahús að íslenskri fyrirmynd. Forstjóri Barnaverndarstofu segir að þetta sé mikið gleðiefni. Barnahús tók til starfa hér á landi fyrir 12 árum á vegum Barnaverndarstofu. Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Barnaverndarnefndir bera ábyrgð á vinnslu slíkra mála og geta óskað eftir þjónustu Barnahúss.Allt undir sama þaki Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að starfshópurinn hafi verið að störfum í um tvö ár og var hópnum ætlað að semja tillögur um barnvænt réttarkerfi í aðildarríkjum Evrópusambandsins. 12 sérfræðingar áttu sæti í hópnum, þar á meðal Bragi. Nefndin hélt sinn síðasta fund í vikunni sem leið. „Þar eru ein tilmælin sem beint er til aðildarríkjanna að þau komi á fót barnahúsum þar sem að allir þættir rannsókna mála og þjónustu verði undir sama þaki með þátttöku lögreglu, ákæruvalds, barnaverndaryfirvalda, lækna og annarra stofnanna sem hlutverki gegna við meðferð slíkra brota," segir Bragi. Hann á von á því að ráðherranefndin afgreiði tillögur nefndarinnar formlega í nóvember.Ánægjuleg tíðindi Nú eru yfir 30 barnahús starfandi í Evrópu og eru þau öll á Norðurlöndunum. Fyrirmynd þeirra er íslenska Barnahúsið. Til stendur að fjölga slíkum húsum í Danmörku og þá verða fyrstu barnahúsin í Finnlandi og á Grænlandi opnuð á þessu ári. „Þessi málaflokkur er ekki alltaf gleðilegur en þessi tilmæli eru okkur mikið gleðiefni," segir Bragi. „Það er ánægjulegt að okkar barnahús skuli vera svona afdráttarlaus fyrirmynd." Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Sérfræðinganefnd á vegum Evrópusambandsins leggur til að þeim fyrirmælum verði beint til aðildarríkja sambandsins að þau opni barnahús að íslenskri fyrirmynd. Forstjóri Barnaverndarstofu segir að þetta sé mikið gleðiefni. Barnahús tók til starfa hér á landi fyrir 12 árum á vegum Barnaverndarstofu. Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Barnaverndarnefndir bera ábyrgð á vinnslu slíkra mála og geta óskað eftir þjónustu Barnahúss.Allt undir sama þaki Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að starfshópurinn hafi verið að störfum í um tvö ár og var hópnum ætlað að semja tillögur um barnvænt réttarkerfi í aðildarríkjum Evrópusambandsins. 12 sérfræðingar áttu sæti í hópnum, þar á meðal Bragi. Nefndin hélt sinn síðasta fund í vikunni sem leið. „Þar eru ein tilmælin sem beint er til aðildarríkjanna að þau komi á fót barnahúsum þar sem að allir þættir rannsókna mála og þjónustu verði undir sama þaki með þátttöku lögreglu, ákæruvalds, barnaverndaryfirvalda, lækna og annarra stofnanna sem hlutverki gegna við meðferð slíkra brota," segir Bragi. Hann á von á því að ráðherranefndin afgreiði tillögur nefndarinnar formlega í nóvember.Ánægjuleg tíðindi Nú eru yfir 30 barnahús starfandi í Evrópu og eru þau öll á Norðurlöndunum. Fyrirmynd þeirra er íslenska Barnahúsið. Til stendur að fjölga slíkum húsum í Danmörku og þá verða fyrstu barnahúsin í Finnlandi og á Grænlandi opnuð á þessu ári. „Þessi málaflokkur er ekki alltaf gleðilegur en þessi tilmæli eru okkur mikið gleðiefni," segir Bragi. „Það er ánægjulegt að okkar barnahús skuli vera svona afdráttarlaus fyrirmynd."
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira