Tryggvi Þór: Jóhanna þarf að svara fyrir tölvupóstana 6. júní 2010 13:39 Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Anton Brink „Ég vil fá betri skýringar. Það er eins og þinginu og um leið þjóðinni hafi verið sagt ósatt. Þetta mál er allt saman afar undarlegt," segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður um tölvubréf sem Már Guðmundsson sendi Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í júní í fyrra áður en hann tók við sem seðlabankastjóri. Deilt hefur verið um það hvort starfsmenn forsætisráðuneytisins hafi gefið Má fyrirheit þegar hann var ráðinn á sínum tíma um að laun hans yrðu ekki skert í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar. Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðlabankans, vísaði í þessi fyrirheit þegar hún lagði fram í síðasta mánuði þá tillögu í bankaráði Seðlabankans að laun bankastjóra yrðu hækkuð um 400 þúsund krónur. Í umræðum á Alþingi fyrir mánuði sagði Jóhanna að hún eða starfsmenn ráðuneytisins hafi ekki gefið slíkt loforð. Á vef Morgunblaðsins var fullyrt í gærkvöldi að Már og Jóhanna hafi rætt um launakjörin og vísað í tölvupósta sem Már sendi Jóhönnu. „Ef maður les yfir tölvupóstana þá er voðalega erfitt að komast að annarri niðurstöðu heldur en þeirri að einhver er ekki að segja sannleikann. Hinn möguleikinn er sá að þetta sé einhver risastór misskilningur en það þætti mér nú ótrúlegt," segir Tryggvi. „Það verður að fást botn í þetta," segir Tryggvi sem á von á því að málið verði tekið upp á Alþingi á morgun. Hann segir að Jóhanna verði að svara fyrir þetta. „Hún og undirmenn hennar stóðu í þessum samskiptum." Þá segir Tryggvi að málið sé slæmt fyrir trúverðugleika Seðlabankastjóra og seðlabankastjóra. „Ég vil aftur á móti taka fram að ég tel að Már hafi á engan hátt gert neitt óheiðarlegt og að hann hafi komið algjörlega fram að heiðarleika í þessu máli." Tengdar fréttir Töluðu um launakjörin Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ræddu um væntanleg launakjör Más í júní í fyrra áður en hann tók við sem seðlabankastjóri. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum Más við forsætisráðuneytið, sem Morgunblaðið hefur fengið aðgang að, að hluta og birt er á vef blaðsins. 5. júní 2010 20:38 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
„Ég vil fá betri skýringar. Það er eins og þinginu og um leið þjóðinni hafi verið sagt ósatt. Þetta mál er allt saman afar undarlegt," segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður um tölvubréf sem Már Guðmundsson sendi Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í júní í fyrra áður en hann tók við sem seðlabankastjóri. Deilt hefur verið um það hvort starfsmenn forsætisráðuneytisins hafi gefið Má fyrirheit þegar hann var ráðinn á sínum tíma um að laun hans yrðu ekki skert í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar. Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðlabankans, vísaði í þessi fyrirheit þegar hún lagði fram í síðasta mánuði þá tillögu í bankaráði Seðlabankans að laun bankastjóra yrðu hækkuð um 400 þúsund krónur. Í umræðum á Alþingi fyrir mánuði sagði Jóhanna að hún eða starfsmenn ráðuneytisins hafi ekki gefið slíkt loforð. Á vef Morgunblaðsins var fullyrt í gærkvöldi að Már og Jóhanna hafi rætt um launakjörin og vísað í tölvupósta sem Már sendi Jóhönnu. „Ef maður les yfir tölvupóstana þá er voðalega erfitt að komast að annarri niðurstöðu heldur en þeirri að einhver er ekki að segja sannleikann. Hinn möguleikinn er sá að þetta sé einhver risastór misskilningur en það þætti mér nú ótrúlegt," segir Tryggvi. „Það verður að fást botn í þetta," segir Tryggvi sem á von á því að málið verði tekið upp á Alþingi á morgun. Hann segir að Jóhanna verði að svara fyrir þetta. „Hún og undirmenn hennar stóðu í þessum samskiptum." Þá segir Tryggvi að málið sé slæmt fyrir trúverðugleika Seðlabankastjóra og seðlabankastjóra. „Ég vil aftur á móti taka fram að ég tel að Már hafi á engan hátt gert neitt óheiðarlegt og að hann hafi komið algjörlega fram að heiðarleika í þessu máli."
Tengdar fréttir Töluðu um launakjörin Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ræddu um væntanleg launakjör Más í júní í fyrra áður en hann tók við sem seðlabankastjóri. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum Más við forsætisráðuneytið, sem Morgunblaðið hefur fengið aðgang að, að hluta og birt er á vef blaðsins. 5. júní 2010 20:38 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Töluðu um launakjörin Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ræddu um væntanleg launakjör Más í júní í fyrra áður en hann tók við sem seðlabankastjóri. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum Más við forsætisráðuneytið, sem Morgunblaðið hefur fengið aðgang að, að hluta og birt er á vef blaðsins. 5. júní 2010 20:38