Innlent

Ragnar Aðalsteinsson: Réttlát málsmeðferð útilokuð

Ragnar Aðalsteinsson verjandi í máli nímenningana sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi segir útilokað að sakborningarnir í málinu fái réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Dómari sleit þinghaldi í gær án fyrirvara en þá höfðu átök brotist út fyrir utan réttarsalinn.

Þó mál nímenningana hafi nokkrum sinnum verið tekið fyrir í héraðsdómi hefur aðalmeðferðin enn ekki farið fram. Ástæðan er athugasemdir sem verjendur hafa gert við formsatriði. Annars vegar vegar hafa verið gerðar athugasemdir við fólki hefur meinaður aðgangur að réttarsalnum. Og hins vegar að lögreglumenn séu viðstaddir réttarhaldið.

Ragnar Aðalsteinsson einn verjenda í málinu vill fá formlega úrskurði dómara um þessi atriði sem hann hyggst svo kæra til Hæstaréttar. Hann segir það ólíðandi að lögreglumenn séu viðstaddir réttarhöld af þessu tagi.

Ragnar hefur sent dómsstjóra beiðni um að réttarhaldið verði flutt svo að fleiri geti fylgst með en því hefur ekki verið sinnt Steinunn Gunnlaugsdóttir er ein þeirr sem ákærð er í málinu vegna atburðanna í alþingishúsinu í desmber 2008. Aðstandendum hennar var vísað frá dómsal í gær þar sem salurinn tók ekki fleiri í sæti.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×