Innlent

Uppstilling hjá VG í Hafnarfirði

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir eini bæjarfulltrúi VG í Hafnarfirði sést hér með flokksformanninum Steingrími J. Sigfússyni.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir eini bæjarfulltrúi VG í Hafnarfirði sést hér með flokksformanninum Steingrími J. Sigfússyni.
Á félagsfundi Vinstri grænna í Hafnarfirði nýverið var samþykkt að stilla upp framboðslista fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.

Á fundinum var kosin uppstillingarnefnd sem mun bera upp tillögu að sex efstu frambjóðendum listans á fundi sem er áætlaður þann 1. febrúar næstkomandi. Formaður uppstillingarnefndarinnar er Árni Stefán Jónsson.

VG hlaut einn bæjarfulltrúa í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði 2006, Samfylking sjö og Sjálfstæðisflokkur þrjá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×