Íslenski boltinn

Davíð Þór slapp við alvarleg meiðsli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Þórðarson.
Ólafur Þórðarson.

Svo virðist sem að Fylkismaðurinn Davíð Þór Ásbjörnsson hafi sloppið við alvarleg höfuðmeiðsli en hann var fluttur á sjúkrahús í gær.

Davíð Þór fékk þungt höfuðhögg í leik Fylkis og Hauka í gær og að sögn Ólafs Þórðarsonar, þjálfara Fylkis, virðist hann hafa sloppið nokkuð vel.

„Hann er kominn heim til sín og þarf að hvíla sig í nokkra daga," sagði Ólafur í samtali við Vísi. „Svo ætti þetta að verða í lagi. En maður veit auðvitað aldrei með höfuðmeiðsli - það verður bara að vona það besta."

„En þetta leit alls ekki vel út. Hann klemmdist illa á milli leikmannanna," bætti hann við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×