Enski boltinn

Jafnt hjá Fulham og Tottenham - Eiður kom ekki við sögu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld.

Fulham og Tottenham gerði markalaust jafntefli í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í dag.

Leikur liðanna var hrútleiðinlegur og verður vonandi boðið upp á betri leik er liðin mætast á ný eftir tíu daga.

Þó svo Eiður Smári Guðjohnsen hafi eina ferðina enn fengið frí hjá Ólafi Jóhannessyni landsliðsþjálfara til þess að fá "plús í kladdann" hjá stjóranum sínum þá spilaði hann ekkert í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×