Íslenski boltinn

Guðmundur Pétursson með slitið krossband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Pétursson.
Guðmundur Pétursson. Mynd/Daníel
Blikinn Guðmundur Pétursson hefur fengið það staðfest að hann er með slitið krossband en hann meiddist  á hné á móti sínum gömlu félögum í KR í 20. umferð Pepsi-deildar karla. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net.

Guðmundur var í láni hjá Blikum frá KR á síðasta tímabili en gekk til liðs við liðið fyrir þetta tímabil. Hann skoraði 3 mörk í 19 leikjum með Breiðabliki í Pepsi-deildinni í sumar.

Guðmundur er annar leikmaður Blika sem slítur krossband á þessu tímabili en áður hafi Rafn Andri Haraldsson slitið krossband í vor og missti hann af þeim sökum af öllu tímabilinu í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×