Umfjöllun: Blikar vel að titlinum komnir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. september 2010 00:01 Blikar fagna eftir leikinn í dag. Mynd/Anton Breiðablik varð í dag Íslandsmeistari karla í knattspyrnu eftir að liðið gerði markalaust jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum í dag. Þökk sé tapi Eyjamanna í Keflavík á sama tíma dugði Blikum jafnteflið. Þeir hlutu 44 stig, jafn mörg og FH sem vann Fram í dag en með betra markahlutfall. ÍBV varð svo í þriðja sæti með 42 stig. Fyrri hálfleikur í dag var mjög fjörugur. Heimamenn byrjuðu mun betur og áttu nokkur hálffæri í upphafi leiks. Þorvaldur Árnason komst næst því að skora fyrir Stjörnuna er hann skallaði boltann hárfínt yfir mark Blikanna eftir hornspyrnu. Breiðablik komst aðeins meira inn í leikinn eftir þetta og fóru að halda boltanum betur innan liðsins. Kristinn Steindórsson komst inn fyrir vörn Stjörnumanna og í gott færi en skot hans fór fram hjá marki heimamanna. Blikar gerðust svo aðgangsharðir upp við mark Stjörnunnar undir lok hálfleiksins en allt kom fyrir ekki. Þeir byrjuðu á svipuðum nótum í síðari hálfleik en enn kom ekkert úr sóknarlotum þeirra. Það vantaði einfaldlega að reka smiðshöggið á sóknarloturnar. Eftir þetta fjaraði leikurinn einfaldlega út. Bæði lið áttu tvær hættulegar marktilraunir sem komu nánast upp úr engu. Á 66. mínútu fór boltinn af Daníel Laxdal og mátti Ingvar Kale hafa sig allan við að verja boltann í horn. Það gerði hann með miklum tilþrifum. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka átti svo Guðmundur Kristjánsson gott skot að marki af um 25-30 metra færi og mátti litlu muna að fast skot hans hefði hæft markið. En þegar þarna var komið var ljóst í hvað stefndi í Keflavík og að jafnteflið myndi duga Blikum. Því var lagt ofurkapp á að verjast, halda boltanum og taka engar óþarfa áhættur. Það gekk upp og Blikar fögnuðu fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í karlaflokki í leikslok. Niðurstaðan er einfaldlega sú að Blikarnir eru vel að titlinum komnir. Þeir hafa verið lofaðir fyrir skemmtilegan sóknarleik í allt sumar en að lokum var það traustur varnarleikur sem tryggði titilinn. Liðið hélt hreinu í dag og fékk reyndar á sig fæst mörk allra liða í deildinni. Blikar unnu titilinn á markatölu sem var það góð að önnur lið voru langt frá því að ógna henni. Stjarnan - Breiðablik 0-0 Stjörnuvöllur. Áhorfendur: 2.870.Dómari: Gunnar Jarl Jónsson (8)Skot (á mark): 10-10 (3-4)Varin skot: Bjarni 4 - Ingvar 3Horn: 9-8Aukaspyrnur fengnar: 7-9Rangstöður: 2-5Stjarnan (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 7 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Bjarnason 6 Daníel Laxdal 7 Hilmar Þór Hilmarsson 6 (90. Hreiðar Ingi Ársælsson -) Björn Pálsson 6 Halldór Orri Björnsson 7 Þorvaldur Árnason 6 Arnar Már Björgvinsson 5 Víðir Þorvarðarson 5 (79. Hafsteinn Rúnar Helgason -) Ólafur Karl Finsen 6Breiðablik (4-3-3): Ingvar Þór Kale 8 - maður leiksins Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 Elfar Freyr Helgason 6 Finnur Orri Margeirsson 6 Kristinn Jónsson 7 Jökull Elísabetarson 6 Guðmundur Kristjánsson 7 Olgeir Sigurgeirsson 6 Haukur Baldvinsson 5 (90. Tómas Óli Garðarsson -) Kristinn Steindórsson 6 Andri Rafn Yeoman 5Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Stjarnan - Breiðablik. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira
Breiðablik varð í dag Íslandsmeistari karla í knattspyrnu eftir að liðið gerði markalaust jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum í dag. Þökk sé tapi Eyjamanna í Keflavík á sama tíma dugði Blikum jafnteflið. Þeir hlutu 44 stig, jafn mörg og FH sem vann Fram í dag en með betra markahlutfall. ÍBV varð svo í þriðja sæti með 42 stig. Fyrri hálfleikur í dag var mjög fjörugur. Heimamenn byrjuðu mun betur og áttu nokkur hálffæri í upphafi leiks. Þorvaldur Árnason komst næst því að skora fyrir Stjörnuna er hann skallaði boltann hárfínt yfir mark Blikanna eftir hornspyrnu. Breiðablik komst aðeins meira inn í leikinn eftir þetta og fóru að halda boltanum betur innan liðsins. Kristinn Steindórsson komst inn fyrir vörn Stjörnumanna og í gott færi en skot hans fór fram hjá marki heimamanna. Blikar gerðust svo aðgangsharðir upp við mark Stjörnunnar undir lok hálfleiksins en allt kom fyrir ekki. Þeir byrjuðu á svipuðum nótum í síðari hálfleik en enn kom ekkert úr sóknarlotum þeirra. Það vantaði einfaldlega að reka smiðshöggið á sóknarloturnar. Eftir þetta fjaraði leikurinn einfaldlega út. Bæði lið áttu tvær hættulegar marktilraunir sem komu nánast upp úr engu. Á 66. mínútu fór boltinn af Daníel Laxdal og mátti Ingvar Kale hafa sig allan við að verja boltann í horn. Það gerði hann með miklum tilþrifum. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka átti svo Guðmundur Kristjánsson gott skot að marki af um 25-30 metra færi og mátti litlu muna að fast skot hans hefði hæft markið. En þegar þarna var komið var ljóst í hvað stefndi í Keflavík og að jafnteflið myndi duga Blikum. Því var lagt ofurkapp á að verjast, halda boltanum og taka engar óþarfa áhættur. Það gekk upp og Blikar fögnuðu fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í karlaflokki í leikslok. Niðurstaðan er einfaldlega sú að Blikarnir eru vel að titlinum komnir. Þeir hafa verið lofaðir fyrir skemmtilegan sóknarleik í allt sumar en að lokum var það traustur varnarleikur sem tryggði titilinn. Liðið hélt hreinu í dag og fékk reyndar á sig fæst mörk allra liða í deildinni. Blikar unnu titilinn á markatölu sem var það góð að önnur lið voru langt frá því að ógna henni. Stjarnan - Breiðablik 0-0 Stjörnuvöllur. Áhorfendur: 2.870.Dómari: Gunnar Jarl Jónsson (8)Skot (á mark): 10-10 (3-4)Varin skot: Bjarni 4 - Ingvar 3Horn: 9-8Aukaspyrnur fengnar: 7-9Rangstöður: 2-5Stjarnan (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 7 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Bjarnason 6 Daníel Laxdal 7 Hilmar Þór Hilmarsson 6 (90. Hreiðar Ingi Ársælsson -) Björn Pálsson 6 Halldór Orri Björnsson 7 Þorvaldur Árnason 6 Arnar Már Björgvinsson 5 Víðir Þorvarðarson 5 (79. Hafsteinn Rúnar Helgason -) Ólafur Karl Finsen 6Breiðablik (4-3-3): Ingvar Þór Kale 8 - maður leiksins Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 Elfar Freyr Helgason 6 Finnur Orri Margeirsson 6 Kristinn Jónsson 7 Jökull Elísabetarson 6 Guðmundur Kristjánsson 7 Olgeir Sigurgeirsson 6 Haukur Baldvinsson 5 (90. Tómas Óli Garðarsson -) Kristinn Steindórsson 6 Andri Rafn Yeoman 5Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Stjarnan - Breiðablik.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira