Umfjöllun: Selfoss féll með sæmd Stefán Árni Pálsson skrifar 25. september 2010 00:01 Selfoss bar sigur úr býtum gegn Grindavík 5-2 í síðustu umferð Pepsi-deildar karla í dag. Leikurinn fór fram í mígandi rigningu og roki á Selfossi. Gilles Mbang Ondo skoraði bæði mörk Grindvíkinga og tryggði sér því markakóngstitilinn. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin voru lengi í gang. Aðstæður voru skelfilegar en mikið rok og helli demba var á Selfossi í dag. Það var á 12.mínútu leiksins sem heimamenn komust yfir en þeir höfðu verið betri aðilinn í leiknum fyrstu mínúturnar. Viktor Unnar Illugason skoraði fínt mark með þrumuskoti eftir frábæra sending frá Jóni Daða Böðvarssyni. Eftir mark heimamanna tóku Selfyssingar öll völd á vellinum og bættu við öðru marki eftir um hálftíma leik. Sævar Þór Gíslason fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Grindvíkinga og klíndi boltanum í markið. Frábært mark hjá Sævari . Selfyssingar spiluðu virkilega vel í fyrri hálfleiknum og sýndu svipaða takta og í byrjun móts. Leikurinn róaðist töluvert það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum og hvorugt liðið náði að skapa sér gott marktækifæri fyrir hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn byrjaði rólega en vann síðan heldur betur á. Selfyssingar héldu áfram að spila sinn leik og voru strax líklegir að bæta við fleiri mörkum. Á 67.mínútu skoruðu heimamenn þriðja markið en þar var á ferðinni Ingþór Jóhann Guðmundsson. Jón Daði Böðvarsson skeiðaði upp völlinn, gaf fyrir á Ingþór sem var ekki í nokkrum vandræðum með að skjóta boltanum í netið. Nokkrum mínútum síðar komust Selfyssingar í 4-0 en þá var komið að rakarasyninum,Viðari Erni Kjartanssyni. Jóhann Ólafur ,markvörður Selfyssingar, sparkaði boltanum upp allan völlinn, beint á Viðar sem stýrði knettinum auðveldlega í markið. Á 73. mínútu leiksins virtust Grindvíkingar vakna örlítið til lífsins og náðu að jafna metin. Scott Ramsey átti stórkostlega sendingu beint á Gilles Mbang Ondo sem skoraði auðveldlega framhjá Jóhanni Ólafi í marki Selfyssinga. Gilles var þá kominn með 13 mörk í pepsi-deildinni í sumar og nálgaðist markakóngstitilinn óðum. Þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma kom Davíð Birgisson Selfyssingum í 5-1. Viðar Kjartansson var kominn einn í gegn, renndi boltanum á Davíð sem skoraði í autt markið. Aðeins tveimur mínútum eftir mark Davíðs skoraði Gilles Mbang Ondo sitt annað mark í leiknum og minnkaði muninn í 5-2. Fjórtánda mark Gilles staðreynd og hann því markakóngur Pepsi-deildarinnar árið 2010. Niðurstaðan því 5-2 sigur heimamanna í frábærum fótboltaleik. Selfyssingar sönnuðu það í dag að þeir eiga vel heima í Pepsi-deildinni og koma eflaust þangað aftur á næstu árum. Selfoss 5 – 2 Grindavík1-0 Viktor Unnar Illugason (.11) 2-0 Sævar Þór Gíslason (29.) 3-0 Ingþór Jóhann Guðmundsson (67.) 4-0 Viðar Örn Kjartansson (69.) 4-1 Gilles Mbang Ondo ( 73.) 5-1 Davið Birgisson (89.) 5-2 Gilles Mbang Ondo (91.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Örvar Sær Gíslason Skot (á mark): 17 - 9 (10-5) Varin skot: Jóhann Ólafur 5 – 4 Óskar Horn: 6 – 5 Aukaspyrnur fengnar: 8 – 11 Rangstöður: 1 - 1 Grindavík (4-4-2):Óskar Pétursson 6 Jósef Kristinn Jósefsson 4 Auðun Helgason 4 Alexander Magnússon 6 (68. Ray Anthony Jónsson 4) Guðmundur Andri Bjarnason 5 Óli Baldur Bjarnason 4 (52. Hafþór Ægir Vilhjálmsson 5) Jóhann Helgason 6 Orri Freyr Hjaltalín 5 Scott Ramsey 6 Grétar Ólafur Hjartarson 5 (65. Emil Daði Símonarson 5) Gilles Mbang Ondo 8 Selfoss 4-4-2 Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 (85. Elías Örn Einarsson - ) Andri Freyr Björnsson 6 Agnar Bragi Magnússon 8 Ingþór Guðmundsson 7 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 7 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Martin Dohlsten 7 Jón Daði Böðvarsson 8 *maður leiksins Viðar Örn Kjartansson 8 Sævar Þór Gíslason 7 (73. Ingólfur Þórarinsson 6) Viktor Unnar Illugason 7 (68. Davíð Birgisson 7) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Selfoss - Grindavík. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Selfoss bar sigur úr býtum gegn Grindavík 5-2 í síðustu umferð Pepsi-deildar karla í dag. Leikurinn fór fram í mígandi rigningu og roki á Selfossi. Gilles Mbang Ondo skoraði bæði mörk Grindvíkinga og tryggði sér því markakóngstitilinn. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin voru lengi í gang. Aðstæður voru skelfilegar en mikið rok og helli demba var á Selfossi í dag. Það var á 12.mínútu leiksins sem heimamenn komust yfir en þeir höfðu verið betri aðilinn í leiknum fyrstu mínúturnar. Viktor Unnar Illugason skoraði fínt mark með þrumuskoti eftir frábæra sending frá Jóni Daða Böðvarssyni. Eftir mark heimamanna tóku Selfyssingar öll völd á vellinum og bættu við öðru marki eftir um hálftíma leik. Sævar Þór Gíslason fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Grindvíkinga og klíndi boltanum í markið. Frábært mark hjá Sævari . Selfyssingar spiluðu virkilega vel í fyrri hálfleiknum og sýndu svipaða takta og í byrjun móts. Leikurinn róaðist töluvert það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum og hvorugt liðið náði að skapa sér gott marktækifæri fyrir hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn byrjaði rólega en vann síðan heldur betur á. Selfyssingar héldu áfram að spila sinn leik og voru strax líklegir að bæta við fleiri mörkum. Á 67.mínútu skoruðu heimamenn þriðja markið en þar var á ferðinni Ingþór Jóhann Guðmundsson. Jón Daði Böðvarsson skeiðaði upp völlinn, gaf fyrir á Ingþór sem var ekki í nokkrum vandræðum með að skjóta boltanum í netið. Nokkrum mínútum síðar komust Selfyssingar í 4-0 en þá var komið að rakarasyninum,Viðari Erni Kjartanssyni. Jóhann Ólafur ,markvörður Selfyssingar, sparkaði boltanum upp allan völlinn, beint á Viðar sem stýrði knettinum auðveldlega í markið. Á 73. mínútu leiksins virtust Grindvíkingar vakna örlítið til lífsins og náðu að jafna metin. Scott Ramsey átti stórkostlega sendingu beint á Gilles Mbang Ondo sem skoraði auðveldlega framhjá Jóhanni Ólafi í marki Selfyssinga. Gilles var þá kominn með 13 mörk í pepsi-deildinni í sumar og nálgaðist markakóngstitilinn óðum. Þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma kom Davíð Birgisson Selfyssingum í 5-1. Viðar Kjartansson var kominn einn í gegn, renndi boltanum á Davíð sem skoraði í autt markið. Aðeins tveimur mínútum eftir mark Davíðs skoraði Gilles Mbang Ondo sitt annað mark í leiknum og minnkaði muninn í 5-2. Fjórtánda mark Gilles staðreynd og hann því markakóngur Pepsi-deildarinnar árið 2010. Niðurstaðan því 5-2 sigur heimamanna í frábærum fótboltaleik. Selfyssingar sönnuðu það í dag að þeir eiga vel heima í Pepsi-deildinni og koma eflaust þangað aftur á næstu árum. Selfoss 5 – 2 Grindavík1-0 Viktor Unnar Illugason (.11) 2-0 Sævar Þór Gíslason (29.) 3-0 Ingþór Jóhann Guðmundsson (67.) 4-0 Viðar Örn Kjartansson (69.) 4-1 Gilles Mbang Ondo ( 73.) 5-1 Davið Birgisson (89.) 5-2 Gilles Mbang Ondo (91.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Örvar Sær Gíslason Skot (á mark): 17 - 9 (10-5) Varin skot: Jóhann Ólafur 5 – 4 Óskar Horn: 6 – 5 Aukaspyrnur fengnar: 8 – 11 Rangstöður: 1 - 1 Grindavík (4-4-2):Óskar Pétursson 6 Jósef Kristinn Jósefsson 4 Auðun Helgason 4 Alexander Magnússon 6 (68. Ray Anthony Jónsson 4) Guðmundur Andri Bjarnason 5 Óli Baldur Bjarnason 4 (52. Hafþór Ægir Vilhjálmsson 5) Jóhann Helgason 6 Orri Freyr Hjaltalín 5 Scott Ramsey 6 Grétar Ólafur Hjartarson 5 (65. Emil Daði Símonarson 5) Gilles Mbang Ondo 8 Selfoss 4-4-2 Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 (85. Elías Örn Einarsson - ) Andri Freyr Björnsson 6 Agnar Bragi Magnússon 8 Ingþór Guðmundsson 7 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 7 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Martin Dohlsten 7 Jón Daði Böðvarsson 8 *maður leiksins Viðar Örn Kjartansson 8 Sævar Þór Gíslason 7 (73. Ingólfur Þórarinsson 6) Viktor Unnar Illugason 7 (68. Davíð Birgisson 7) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Selfoss - Grindavík.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira