Heimir Hallgrímsson skrifaði í morgun undir nýjan samning við knattspyrnudeild ÍBV. Hann mun því þjálfa karlalið félagsins næsta sumar.
Heimir náði stórbrotnum árangri með liðið í sumar og var ekki fjarri því að gera liðið að Íslandsmeisturum.
Eyjamenn ætla sér stóra hluti næsta sumar og vildu engan annan en Heimi til þess að stýra liðinu.