Íslenski boltinn

Ingvar áfram hjá Blikum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ingvar Þór Kale fagnar Íslandsmeistaratitli Breiðabliks um síðustu helgi.
Ingvar Þór Kale fagnar Íslandsmeistaratitli Breiðabliks um síðustu helgi. Mynd/Anton

Ingvar Þór Kale, markvörður Íslandsmeistara Breiðabliks, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Gamli samningurinn átti að renna út í haust.

Þetta staðfesti Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, í samtali við Vísi í dag.

Þeir Árni Kristinn Gunnarsson og Olgeir Sigurgeirsson eru með lausa samninga. Einar sagði stöðu Árna Kristins óljósa þar sem hann er nú í námi í Bandaríkjunum. Samningamál Olgeirs eru í ferli, sagði Einar.

Ingvar hóf feril sinn í Víkingi þar sem hann spilaði til ársins 2008, ef frá eru talin tvö tímabil þegar hann var lánaður til KS á Siglufirði. Hann söðlaði svo um og gekk til liðs við Breiðablik þar sem hann hefur nú verið í tvö tímabil.

Ingvar hefur í nokkur skipti verið valinn í A-landslið Íslands, nú síðast í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×