Aftur líf í Sirkushúsinu 23. desember 2010 06:00 Hörður Ágústsson telur sig vera að breiða út Mac-boðskapinn en Macland er eina verslunin í miðbænum sem sérhæfir sig í raftækjum.Fréttablaðið/Vilhelm Þrjú ár eru liðin síðan skemmtistaðnum Sirkus var lokað á Klapparstíg þar eð rífa átti húsið. Nú dúkkar þar upp verslun með tölvuvörur. „Ég sagði upp vinnunni þremur vikum fyrir jól og hófst þá handa við að gera húsnæðið upp. Það var annað hvort að hrökkva eða stökkva,“ segir Hörður Ágústson, framkvæmdastjóri Macland, en hann er búinn að opna verslun á Klapparstíg 30 þar sem skemmtistaðurinn sálugi var til húsa. Tæp þrjú ár eru síðan skemmtistaðnum var lokað vegna þess að til stóð að rífa húsið og hafa eflaust margir velt framtíð litla hússins á Klapparstíg fyrir sér, enda hefur það verið heldur grátt og guggið ásýndar. „Húsnæðið kom fyrir stuttu aftur á leigumarkaðinn og þá höfðu Hemmi og Valdi sem reka kaffihúsið hér fyrir ofan samband við mig en við eigum búðina til helminga.“ Macland er, eins og nafnið gefur til kynna, verslun sem sérhæfir sig í tölvum og tækjum tengdum Apple ásamt því að bjóða upp á viðgerðarþjónustu og sérfræðiaðstoð. „Ég er örugglega Apple-lúði aldarinnar og hef verið í um tíu ár svo það má kannski segja að ég hafi tekið að mér að breiða út boðskapinn,“ segir Hörður. Hann hefur rekið verslunina á netinu í tæp ár og var í raun ekki með neina stóra drauma varðandi fyrirtækið en ákvað að taka stökkið þegar húsnæðið bauðst. Hörður skrifaði undir leigusamning í byrjun desember og hafði þá hraðar hendur við endurbætur á húsnæðinu enda var takmarkið að opna fyrir jól. „Þetta er búið að vera mikið stress og við höfum átt margar svefnlausar nætur til að koma þessu heim og saman,“ segir Hörður en verslunin var opnuð í fyrradag og hefur verið reynt að tapa ekki tengingunni við Sirkusbarinn með endurbótunum. „Við erum eina verslunin með raftæki í miðbænum og sérhæfum okkur í að gefa góða og persónulega þjónustu,“ segir Hörður og hlakkar til að takast á við verslunarbransann í miðbænum. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fleiri fréttir Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Sjá meira
Þrjú ár eru liðin síðan skemmtistaðnum Sirkus var lokað á Klapparstíg þar eð rífa átti húsið. Nú dúkkar þar upp verslun með tölvuvörur. „Ég sagði upp vinnunni þremur vikum fyrir jól og hófst þá handa við að gera húsnæðið upp. Það var annað hvort að hrökkva eða stökkva,“ segir Hörður Ágústson, framkvæmdastjóri Macland, en hann er búinn að opna verslun á Klapparstíg 30 þar sem skemmtistaðurinn sálugi var til húsa. Tæp þrjú ár eru síðan skemmtistaðnum var lokað vegna þess að til stóð að rífa húsið og hafa eflaust margir velt framtíð litla hússins á Klapparstíg fyrir sér, enda hefur það verið heldur grátt og guggið ásýndar. „Húsnæðið kom fyrir stuttu aftur á leigumarkaðinn og þá höfðu Hemmi og Valdi sem reka kaffihúsið hér fyrir ofan samband við mig en við eigum búðina til helminga.“ Macland er, eins og nafnið gefur til kynna, verslun sem sérhæfir sig í tölvum og tækjum tengdum Apple ásamt því að bjóða upp á viðgerðarþjónustu og sérfræðiaðstoð. „Ég er örugglega Apple-lúði aldarinnar og hef verið í um tíu ár svo það má kannski segja að ég hafi tekið að mér að breiða út boðskapinn,“ segir Hörður. Hann hefur rekið verslunina á netinu í tæp ár og var í raun ekki með neina stóra drauma varðandi fyrirtækið en ákvað að taka stökkið þegar húsnæðið bauðst. Hörður skrifaði undir leigusamning í byrjun desember og hafði þá hraðar hendur við endurbætur á húsnæðinu enda var takmarkið að opna fyrir jól. „Þetta er búið að vera mikið stress og við höfum átt margar svefnlausar nætur til að koma þessu heim og saman,“ segir Hörður en verslunin var opnuð í fyrradag og hefur verið reynt að tapa ekki tengingunni við Sirkusbarinn með endurbótunum. „Við erum eina verslunin með raftæki í miðbænum og sérhæfum okkur í að gefa góða og persónulega þjónustu,“ segir Hörður og hlakkar til að takast á við verslunarbransann í miðbænum. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fleiri fréttir Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Sjá meira