Aftur líf í Sirkushúsinu 23. desember 2010 06:00 Hörður Ágústsson telur sig vera að breiða út Mac-boðskapinn en Macland er eina verslunin í miðbænum sem sérhæfir sig í raftækjum.Fréttablaðið/Vilhelm Þrjú ár eru liðin síðan skemmtistaðnum Sirkus var lokað á Klapparstíg þar eð rífa átti húsið. Nú dúkkar þar upp verslun með tölvuvörur. „Ég sagði upp vinnunni þremur vikum fyrir jól og hófst þá handa við að gera húsnæðið upp. Það var annað hvort að hrökkva eða stökkva,“ segir Hörður Ágústson, framkvæmdastjóri Macland, en hann er búinn að opna verslun á Klapparstíg 30 þar sem skemmtistaðurinn sálugi var til húsa. Tæp þrjú ár eru síðan skemmtistaðnum var lokað vegna þess að til stóð að rífa húsið og hafa eflaust margir velt framtíð litla hússins á Klapparstíg fyrir sér, enda hefur það verið heldur grátt og guggið ásýndar. „Húsnæðið kom fyrir stuttu aftur á leigumarkaðinn og þá höfðu Hemmi og Valdi sem reka kaffihúsið hér fyrir ofan samband við mig en við eigum búðina til helminga.“ Macland er, eins og nafnið gefur til kynna, verslun sem sérhæfir sig í tölvum og tækjum tengdum Apple ásamt því að bjóða upp á viðgerðarþjónustu og sérfræðiaðstoð. „Ég er örugglega Apple-lúði aldarinnar og hef verið í um tíu ár svo það má kannski segja að ég hafi tekið að mér að breiða út boðskapinn,“ segir Hörður. Hann hefur rekið verslunina á netinu í tæp ár og var í raun ekki með neina stóra drauma varðandi fyrirtækið en ákvað að taka stökkið þegar húsnæðið bauðst. Hörður skrifaði undir leigusamning í byrjun desember og hafði þá hraðar hendur við endurbætur á húsnæðinu enda var takmarkið að opna fyrir jól. „Þetta er búið að vera mikið stress og við höfum átt margar svefnlausar nætur til að koma þessu heim og saman,“ segir Hörður en verslunin var opnuð í fyrradag og hefur verið reynt að tapa ekki tengingunni við Sirkusbarinn með endurbótunum. „Við erum eina verslunin með raftæki í miðbænum og sérhæfum okkur í að gefa góða og persónulega þjónustu,“ segir Hörður og hlakkar til að takast á við verslunarbransann í miðbænum. alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sjá meira
Þrjú ár eru liðin síðan skemmtistaðnum Sirkus var lokað á Klapparstíg þar eð rífa átti húsið. Nú dúkkar þar upp verslun með tölvuvörur. „Ég sagði upp vinnunni þremur vikum fyrir jól og hófst þá handa við að gera húsnæðið upp. Það var annað hvort að hrökkva eða stökkva,“ segir Hörður Ágústson, framkvæmdastjóri Macland, en hann er búinn að opna verslun á Klapparstíg 30 þar sem skemmtistaðurinn sálugi var til húsa. Tæp þrjú ár eru síðan skemmtistaðnum var lokað vegna þess að til stóð að rífa húsið og hafa eflaust margir velt framtíð litla hússins á Klapparstíg fyrir sér, enda hefur það verið heldur grátt og guggið ásýndar. „Húsnæðið kom fyrir stuttu aftur á leigumarkaðinn og þá höfðu Hemmi og Valdi sem reka kaffihúsið hér fyrir ofan samband við mig en við eigum búðina til helminga.“ Macland er, eins og nafnið gefur til kynna, verslun sem sérhæfir sig í tölvum og tækjum tengdum Apple ásamt því að bjóða upp á viðgerðarþjónustu og sérfræðiaðstoð. „Ég er örugglega Apple-lúði aldarinnar og hef verið í um tíu ár svo það má kannski segja að ég hafi tekið að mér að breiða út boðskapinn,“ segir Hörður. Hann hefur rekið verslunina á netinu í tæp ár og var í raun ekki með neina stóra drauma varðandi fyrirtækið en ákvað að taka stökkið þegar húsnæðið bauðst. Hörður skrifaði undir leigusamning í byrjun desember og hafði þá hraðar hendur við endurbætur á húsnæðinu enda var takmarkið að opna fyrir jól. „Þetta er búið að vera mikið stress og við höfum átt margar svefnlausar nætur til að koma þessu heim og saman,“ segir Hörður en verslunin var opnuð í fyrradag og hefur verið reynt að tapa ekki tengingunni við Sirkusbarinn með endurbótunum. „Við erum eina verslunin með raftæki í miðbænum og sérhæfum okkur í að gefa góða og persónulega þjónustu,“ segir Hörður og hlakkar til að takast á við verslunarbransann í miðbænum. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sjá meira