Chelsea steinlá fyrir City - tveir leikmenn Chelsea sáu rautt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2010 14:40 Tevez átti magnaða endurkomu í lið City. Man. City gerði grönnum sínum í Man. Utd mikinn greiða í dag er liðið lagði Chelsea, 2-4, á Stamford Bridge í dag. Chelsea er aðeins með eins stigs forskot á toppi deildarinnar eftir leikinn og bæði lið hafa leikið jafn marga leiki. Man. City komst aftur á móti upp í fjórða sætið með sigrinum. Carlos Tevez var kominn aftur í lið Man. City en liðið hefur saknað hans sárlega í síðustu leikjum. Leikurinn fór frekar rólega af stað en það var allt að gerast á lokamínútum hálfleiksins. Frank Lampard kom Chelsea yfir á 42. mínútu en Carlos Tevez jafnaði í uppbótartíma hálfleiksins. Það kom löng sending fram völlinn, John Terry missti af boltanum og Tevez komst inn í teig. Hann átti arfaslakt skot að marki en Hilario var fáranlega staðsettur og boltinn lak í netið. Það var síðan á 51. mínútu sem Craig Bellamy kom Chelsea yfir. Hann komst þá inn í teig, var í þröngu færi en skoraði samt. Aftur hefði Hilario getað gert betur. Á 75. mínútu varð umdeilt atvik. Belletti virtist brjóta á Gareth Barry, vítaspyrna dæmd og Belletti vikið af velli. Tevez tók vítið og skoraði af miklu öryggi. Chelsea var ekki hætt að safna rauðum spjöldum. Á 81. mínútu var kominn mikill pirringur í Michael Ballack. Hann braut á Tevez á fáranlegan hátt, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Glórulaus hegðun hjá Ballack. Á 87. mínútu fullkomnaði Craig Bellamy niðurlægingu Chelsea með sínu öðru marki og fjórða marki Man. City. Anelka nældi í víti í uppbótartíma, Lampard tók vítið og skoraði af miklu öryggi. Það snérist allt um Wayne Bridge og John Terry í dag. Stuðningsmenn Chelsea bauluðu mikið á Bridge allan leikinn og sérstaklega þegar hann var tekinn af velli á 78. mínútu. Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Man. City gerði grönnum sínum í Man. Utd mikinn greiða í dag er liðið lagði Chelsea, 2-4, á Stamford Bridge í dag. Chelsea er aðeins með eins stigs forskot á toppi deildarinnar eftir leikinn og bæði lið hafa leikið jafn marga leiki. Man. City komst aftur á móti upp í fjórða sætið með sigrinum. Carlos Tevez var kominn aftur í lið Man. City en liðið hefur saknað hans sárlega í síðustu leikjum. Leikurinn fór frekar rólega af stað en það var allt að gerast á lokamínútum hálfleiksins. Frank Lampard kom Chelsea yfir á 42. mínútu en Carlos Tevez jafnaði í uppbótartíma hálfleiksins. Það kom löng sending fram völlinn, John Terry missti af boltanum og Tevez komst inn í teig. Hann átti arfaslakt skot að marki en Hilario var fáranlega staðsettur og boltinn lak í netið. Það var síðan á 51. mínútu sem Craig Bellamy kom Chelsea yfir. Hann komst þá inn í teig, var í þröngu færi en skoraði samt. Aftur hefði Hilario getað gert betur. Á 75. mínútu varð umdeilt atvik. Belletti virtist brjóta á Gareth Barry, vítaspyrna dæmd og Belletti vikið af velli. Tevez tók vítið og skoraði af miklu öryggi. Chelsea var ekki hætt að safna rauðum spjöldum. Á 81. mínútu var kominn mikill pirringur í Michael Ballack. Hann braut á Tevez á fáranlegan hátt, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Glórulaus hegðun hjá Ballack. Á 87. mínútu fullkomnaði Craig Bellamy niðurlægingu Chelsea með sínu öðru marki og fjórða marki Man. City. Anelka nældi í víti í uppbótartíma, Lampard tók vítið og skoraði af miklu öryggi. Það snérist allt um Wayne Bridge og John Terry í dag. Stuðningsmenn Chelsea bauluðu mikið á Bridge allan leikinn og sérstaklega þegar hann var tekinn af velli á 78. mínútu.
Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira