Enski boltinn

Ancelotti: Leikmennirnir munu aldrei tapa trausti sínu til Terry

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry kyssir hér Chelsea merkið eftir að hann skoraði í kvöld.
John Terry kyssir hér Chelsea merkið eftir að hann skoraði í kvöld. Mynd/AFP
Það gekk mikið á hjá John Terry, fyrirliða Chelsea, í vikunni þegar upp komst um framhjáhald hans í ensku pressunni en Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, sagði persónulegt líf Terry hafa engin áhrif áhlutverk hans hjá Chelsea. Ancelotti segir að John Terry verði áfram fyrirliði liðsins.

„Þetta er ekki til umræðu og ég veit ekki af hverju þú ert að spyrja mig að þessu. Leikmennirnir munu aldrei tapa trausti sínu til Terry,"sagði Carlo Ancelotti eftir 2-1 sigur Chelsea á Burnley í kvöld en John Terry skoraði sigurmark liðsins í leiknum.

„Þetta var góð stund fyrir Terry inn á vellinum en hann spilaði líka vel í vikunni á móti Birmingham," sagði Ancelotti.

„Ég þurfti ekkert að tala við hann um þetta mál. Hann stóð sig vel á æfingu í gær og það koma aldrei til greina annað í mínunm huga en að hann myndi spila leikinn," sagði Ancelotti.

„Ég þarf ekkert að tala við hann um hans persónulega líf á meðan hann er að standa sig vel á hverjum degi á æfingum. Ég hef ekki áhyggjur af honum," sagði Ancelotti.

„John Terry er frábær atvinnumaður og eykur fagmennskuna innan félagsins. Það eru allir í Chelsea að styðja við bakið á honum og hans fjölskyldu á þessu erfiðu tímum," sagði ítalski stjórinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×