Innlent

Ákærð fyrir að kasta glasi í andlit kynsystur sinnar

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Kona á þrítugsaldri hefur verið ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þegar hún á að hafa kastað glasi í andlit konu á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í ágúst á síðasta ári.

Konan, sem fékk glasið í andlitið, hlaut skurð á efri vör sem sauma þurfti saman með fjórum sporum. Fórnalambið krefst fimm hundruð þúsund krónur í miskabætur.

Konan játaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að hafa kastað glasinu. Hún neitaði hinsvegar að hafa kastað glasinu viljandi í fórnalambið.

Aðalmeðferð fer fram í málinu síðar í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×