Innlent

Stjórnarandstaðan mætir betur á nefndarfundi

Stjórnarliðar mæta sjaldnar á nefndarfundi en stjórnarandstaðan. Stjórnarandstaða mætti á 81% funda en stjórnarliðar á 75%, samkvæmt yfirliti um fundarsetu sem Alþingi senti fjölmiðlum. Minnsta mætingin er í menntamálanefnd.

Mæting Hreyfingarinnar er best eða 91%, Framsókn mætti 80%, Sjálfstæðisflokkur mætti 79%, Samfylking 76% og Vinstri-grænir 75%. Þráinn Bertelsson er eini þingmaðurinn sem er utan flokka en mæting hans er 77%.

Mæting eftir nefndum:

Þingmannanefndin 89%

Fjárlaganefnd 88%

Efnahags- og viðskiptanefnd 83%

Viðskiptanefnd 82%

Iðnaðarnefnd 80%

Heilbrigðisnefnd 79%

Utanríkismálanefnd 79%

Allsherjarnefnd 77%

Samgöngunefnd 74%

Umhverfisnefnd 74%

Félags- og tryggingamálanefnd 72%

Sjávarútvegs- og landbúnaðarn. 72%

Menntamálanefnd 66%






Fleiri fréttir

Sjá meira


×