Innlent

Ekki ástæða til þess að hefja sakamálarannsókn

Davíð Oddsson í skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Davíð Oddsson í skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni. Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Settur ríkissaksóknari, Björn L. Bergsson, tilkynnti í dag að það sé ekki ástæða til þess að hefja sakamálarannsókn á hendur þriggja seðlabankastjóra og fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Hann tilkynnti ákvörðun sína fyrir þingnefnd sem fer yfir niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis í dag.

Nefndin sendi settum ríkissaksóknara bréf á dögunum þar sem óskað var eftir rannsókn á því hvort ástæða væri til þess að hefja sakamálarannsókn á meintri vanrækslu á störfum seðlabankastjóranna í hruninu sem voru Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson. Þá var Jónas Fr. Jónsson forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Björn segir í tilkynningu að málið hafi verið skoðað og niðurstaðan sú að það væri ekki ástæða til þess að hefja sakamálarannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×