Innlent

Stakk konu vegna kveðskapar

Maðurinn stakk konunnar eftir að þau rifustu um kveðskap.
Maðurinn stakk konunnar eftir að þau rifustu um kveðskap.

Maður á áttræðisaldri var dæmdur í átján mánaða langt fangelsi fyrir að stinga konu í brjóstið með eldhúshníf eftir að þau rifust um kveðskap. Árásin átti sér stað á heimili mannsins í Reykjavík í apríl á síðasta ári.

Konan, sem er helmingi yngri en maðurinn, sagði að þau hefðu setið næturlangt að drykkju þegar þau ræddu saman um skáldskap. Maðurinn trompaðist þá skyndilega og stakk hana í brjóstið.

Hending ein réði því að konan lést ekki af sárum sínum samkvæmt dómsorði.

Þegar lögreglan kom á vettvang var blóð úr konunni á andliti mannsins auk þess sem hnífurinn fannst á heimili hans. Konunni blæddi mikið en læknum tókst að bjarga henni.

Maðurinn var dæmdur í átján mánaða fangelsi. Aftur á móti eru 15 mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára. Þá er honum gert að greiða konunni hálfa milljón í miskabætur.

Ekki kom fram í dómsorði hvaða kveðskapur varð til þess að maðurinn brást svo heiftarlega við. Sjálfur mundi hann lítið eftir kvöldinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×